spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í september 2015

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í september 2015

Eftir nokkuð rólegan ágúst mánuð tekur við þokkalegur september sem hefur upp á ýmislegt að bjóða frá öllum helstu MMA samböndunum.

Bellator býður upp á tvö kvöld með áhugaverðu fjögurra manna móti í léttþungavigt á blönduðu MMA og sparkbox kvöldi í samvinnu við Glory. Sama kvöld ver núverandi meistari í léttþungavigt, Liam McGeary, titil sinn gegn Tito Ortiz. Joe Warren ver einnig titil sinn í bantamvigt gegn LC Davis á öðru Bellator kvöldi.

Í UFC snýst allt um UFC 191 þar sem „Mighty Mouse“ ver titil sinn í fluguvigt í 7. skipti. Í WSOF ver Justin Gaethje titil sinn í léttvigt gegn Luis Palomino (aftur) og í Invicta ver Tonya Evinger titil sin í bantamvigt gegn Pannie Kianzad.

gaethje palomnino10. WSOF 23, 18. september – Justin Gaethje gegn Luis Palomino (léttvigt)

Justin Gaethje er lítið þekktur en hann er ósigraður og á undanförnu ári hefur hann sigrað Nick Newell, Melvin Guillard og Luis Palomino. Fyrsti bardaginn á milli Gaethje og Palomino átti sér stað í mars á þessu ári. Af hverju berjast þeir strax aftur? Fyrsti bardaginn var einn besti WSOF bardagi frá upphafi og fólk vill einfaldlega sjá hann aftur.

Spá: Endurtekning. Justin Gaethje rotar Palomino í annarri lotu.

invicta149. Invicta FC 14, 12. september – Tonya Evinger gegn Pannie Kianzad (bantamvigt)

Hér mætast tvær af þeim bestu í heiminum í bantamvigt sem ekki berjast í UFC. Þetta er þyngdarflokkur Rondu Rousey og það er ekki ólíklegt að sigurvegarinn færist yfir í UFC fljótlega. Tonya Evinger er ríkjandi meistari með 21 bardaga á bakinu. Hún hefur unnið sjö bardaga í röð og hefur klárað síðustu þrjá. Pannie Kianzad frá Svíþjóð er ósigruð og fyrrum meistari í Cage Warriors.

Spá: Tonya Evinger notar reynsluna og kennir Kianzad lexíu. Hún sigrar á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

hall mousasi8. UFC Fight Night 75, 25. september – Gegard Mousasi gegn Uriah Hall (millivigt)

Á einhverjum tímapunkti þarf hinn 31 árs Uriah Hall að annað hvort standa undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hans þegar hann tók þátt í The Ultimate Fighter 17 eða fjara út og enda í Bellator. Þessi bardagi er mjög mikilvægur í því samhengi. Gegard Mousasi er hrikalega erfiður andstæðngur með mikla reynslu og getu.

Spá: Bardaginn verður jafn framan af en Mousasi mun ná yfirhöndinni þegar líður á og sigra á stigum.

belltaor1417. Bellator 142, 19. September – Emanuel Newton gegn Phil Davis (léttþungavigt)

Það var súrsætt að sjá Phil Davis stíga yfir í Bellator. Hann er einn af þeim bestu í heimi en gat ekki unnið þá allra bestu í UFC. Í Bellator breytir hann öllu umhverfinu og gerir þyngdaflokkinn áhugaverðan. Þessi bardagi er annar helmningur af litlu móti í léttþungavigt. Emanuel Newton er fyrrverandi meistari og alls enginn aumingi. Sama kvöld berst Muhammad ‘King Mo’ Lawal og Linton Vassell í hinum hluta mótsins. Auk þess má sjá Josh Thomson bregða fyrir.

Spá: Mig grunar að Bellator vilji fá Phil Davis í úrslitin á móti ‘King Mo’. Spáum því að óskin rætist. Davis sigrar Newton á stigum.

rivera lineker6. UFC 191, 5. september – Francisco Rivera gegn John Lineker (bantamvigt)

Hér er lítill gullmoli sem enginn virðist vera að tala um. Rivera og Lineker eru spegilmyndir af hvor öðrum. Báðir eru grjótharðir rotarar sem hafa lent í vandræðum á móti þeim allra bestu en geta sigrað hvern sem er á rétta kvöldinu. Þessi bardagi ætti að verða rosalegt stríð sem fer líklega ekki allar þrjár loturnar.

Spá: Við gætum kastað upp á krónu. Lineker rotar Rivera í fyrstu lotu.

johnson manuwa5. UFC 191, 5. september – Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa (léttþungavigt)

Það er eitthvað mjög ógnvekjandi við Anthony Johnson. Hann er rumur með frábæra fellivörn og þungar hendar. Þessi bardagi við Jimi Manuwa er spennandi af því að Manuwa er rotari líka og mun líklega standa beint fyrir framan Johnson og kýla.

Spá: Manuwa er góður en ekki nógu góður. Johnson rotar Manuwa í annarri lotu.

felder pearson4. UFC 191, 5. september – Ross Pearson gegn Paul Felder (léttvigt)

Paul Felder snýr aftur aðeins sex vikum eftir erfiðan bardaga gegn Edson Barboza sem var hans fyrsta tap á ferlinum. Felder sýndi hins vegar í þeim bardaga að hann er einn af þeim færustu í þyngdarflokknum. Hér mætir hann öðrum sparkboxara, Ross Pearsson, sem virðist vera kominn yfir sitt besta en hefur mikla reynslu. Ætti að vera mjög gott próf fyrir Felder.

Spá: Flugeldasýning þar til Felder rotar Pearson í þriðju lotu.

barnett nelson3. UFC Fight Night 75, 25. september – Josh Barnett gegn Roy Nelson (þungavigt)

Það hlaut að koma að því að þessir tveir myndu mætast í átthyrningnum. Báðir eru miklir reynsluboltar og frábærir á gólfinu. Roy Nelson er meiri rotari en Barnett vill draga menn niður upp við búrið og kyrkja. Málið er að styrkleiki beggja mun sennilega ekki virka á hinn. Barnett er of séður til að láta rota sig með sveiflum Nelson og Nelson er of góður glímumaður til að tapa með uppgjafartapi.

Spá: Josh Barnett sigrar á stigum eftir erfiðan bardaga, báðir búnir á því.

mir arlovski2. UFC 191, 5. september – Andrei Arlovski gegn Frank Mir (þungavigt)

Þessi bardagi er mjög áhugaverður. Þessir tveir hefðu getað mæst fyrir tíu árum eða svo, þ.e. ef Frank Mir hefði ekki slasað sig í mótorhjólaslysi. Báðir hafa litið vel út undanfarið en báðir hafa tapað illa nokkrum sinnum á ferlinum svo allt getur gerst í þessum.

Spá: Arlovski útboxar Mir og rotar hann í annarri lotu.

dj johnson1. UFC 191, 5. september – Demetrious Johnson gegn John Dodson (fluguvigt)

Þeir sem hafa ekki gaman af minnstu mönnunum eru virkilega að missa af. Hér mætast aftur tveir hröðustu MMA bardagamenn í heimi. Báðir eru með frábæra tækni og tvo af bestu þjálfurum bransans í horninu, þ.e. Matt Hume og Greg Jackson. Í fyrsta bardaganum sló Dodson meistarnn niður í fyrstu tveimur lotunum og meiddi hann. Johnson náði að aðlagast og nagaði Dodson niður með pressu, góðri fjarlægðarstjórn og glímu. Hann notaði einnig „Muay Thai clinchið“ með góðum árangri og raðaði inn hnjáspörkum. Eina von Dodson virðist vera að ná inn þungum gagnhöggum en þá þarf Johnson að vera í ákveðinni fjarlægð sem hann er sjálfur meðvitaður um.

Spá: Eftir að hafa horft aftur á fyrsta bardagann aftur finnst mér allt stefna í sannfærandi sigur meistarans. Eftir að hafa sigrað fyrstu þrjár loturnar með yfirburðum klárar „Mighty Mouse“ bardagann með tæknilegu rothöggi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular