1

Fedor búinn að semja við UFC eða læti út af engu?

fedor-emelianenko-strikeforceAldrei hefur einn blikkall á Instagram póst haft jafn mikla þýðingu og nú. Dana White skellti einum blikkkalli á falsaði mynd af Fedor Emelianenko og MMA heimurinn fór á hliðina.

Instagram aðgangurinn emelianenko_mma er tileinkaður Rússanum knáa en er ekki formlegur Instagram aðgangur bardagakappans. Notandinn birti fyrir skömmu mynd af Fedor Emelianenko þar sem hann stóð fyrir framan UFC merkið og er Dana White í bakgrunni. Myndin er augljóslega gerð í Photoshop forritinu en textinn við myndina segir „Bráðum“ á rússnesku. Dana White, forseti UFC, skellti einum blikkkalli á myndina og hefur skjáskot af ummælunum vakið mikla athygli. Ummælin þykja benda til þess að Fedor Emelienenko sé loksins á leið í UFC.

Sjá einnig: Orðrómur: Fedor mætir annað hvort Frank Mir eða Andrei Arlovski í UFC

Í síðustu viku var orðið á götunni að Emelianenko hafi samið við UFC og muni mæta annað hvort Frank Mir eða Andrei Arlovski eftir UFC 191. Bardagasamtökin Bellator hafa einnig verið orðuð við kappann en gáfu það út í síðustu viku að þau hefðu ekki áhuga á Fedor Emelianenko (lesist: höfðu ekki efni á honum). Það virðist því aðeins vera einn áfangastaður í boði fyrir Emelianenko á þessari stundu – UFC.

Kannski er þessi blikkall bara Dana White að stríða bardagaaðdáendum og þetta eru læti út af engu. Fedor Emelianenko gæti líka verið kynntur til leiks á föstudaginn þegar UFC kynnir næstu mánuði á kynningarfundinum „Go Big“.

Fedor Emelianenko er einn besti bardagamaður allra tíma og var bæði Pride meistarinn og Strikeforce meistarinn. Hann hefur þó aldrei barist í UFC og gæti það breyst á komandi mánuðum. Rússinn er þó 38 ára og lagði hanskana á hilluna árið 2012.

fedor instagram

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.