spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða100% sigurhlutfall á NAGA

100% sigurhlutfall á NAGA

Fjórir keppendur frá Mjölni kepptu á NAGA mótinu í Dublin í dag. Árangurinn lét ekki á sér standa og unnu Íslendingarnir allar sínar glímur.

Þau Inga Birna Ársælsdóttir, Halldór Logi Valsson, Jeremy Aclipen og Mikael Leó Aclipen kepptu öll á NAGA mótinu í Dublin í dag.

Halldór Logi Valsson átti upphaflega að keppa í svartbeltingaflokki í galla og í expert flokki (fjólublá, brún og svört belti saman) í nogi í -99 kg. Þar sem enginn var skráður í gi-hluta flokksins keppti hann því bæði í -99 kg og +99 kg flokki í nogi (án galla) þrátt fyrir að vera bara um 93 kg. Þar vann Halldór allar sínar fimm glímur og tók því gull í báðum flokkum.

Hann vildi hins vegar fá að keppa meira og efitr smá leit að andstæðingum fékk hann loks að keppa í -93 kg flokki í galla þar sem hann tók gullið líka eftir eina viðureign.

Inga Birna Ársælsdóttir keppti í brúnbeltingaflokki í galla og í expert flokki í nogi. Inga Birna fékk eina glímu í galla og eina í nogi og vann þær báðar á stigum. Inga var færð upp um flokk í gallanum og vann þá glímu 12-0. Hún tók því tvöfalt gull í dag.

Jeremy Aclipen keppti í 30-35 ára flokki í intermediate styrkleikaflokki þar sem hann tók gull í þriggja manna flokki. Sonur hans, Mikael Leó Aclipen, keppti svo í 14-15 ára unglingaflokki þar sem hann tók gull í bæði galla og nogi. Líkt og Inga var Mikael færður upp um flokk í nogi en vann samt stærri andstæðing í skemmtilegri glímu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular