spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða60 keppendur skráðir til leiks á Mjölnir Open 14

60 keppendur skráðir til leiks á Mjölnir Open 14

Eitt stærsta uppgjafarglímumót landsins er í dag. Þetta er í 14. sinn sem Mjölnir Open fer fram en í ár eru 60 keppendur skráðir til leiks.

Mótið er nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í nogi uppgjafarglímu (án galla). Á mótinu í ár eru 60 keppendur frá átta félögum víðs vegar um landið. Meðal keppenda í ár eru sterkir keppendur á borð við Halldór Loga Valsson, Bjarka Þór Pálsson, Kristján Helga Hafliðason, Ingu Birnu Ársælsdóttur og fleiri. Halldór Logi tók opinn flokk karla í fyrra og stefnir hann eflaust að því að endurtaka leikinn í ár.

Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka beggja kynja. Mótið hefst kl. 11 í dag og fer fram í Mjölni en aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr.

Hægt er að sjá flokkana og fylgjast með gangi mála á Smoothcomp.com

Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla

Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
– 70 kg kvenna
– 60 kg kvenna

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular