spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÆfði John Hathaway með einum alræmdasta þjófi Bretlands?

Æfði John Hathaway með einum alræmdasta þjófi Bretlands?

john hathawayGunnar Nelson mætir John Hathaway á UFC 189 þann 11. júlí. Bretinn John Hathaway æfir hjá London Shootfighters en þar má finna frábæra bardagamenn en einnig stjörnur og einn alræmdasta ræningja Bretlands.

Bardagaklúbburinn hóf göngu sína árið 1997 og hafa margir af þekktustu bardagamönnum Bretlands æft þar. Tveir af stofnendum klúbbsins eru bræðurnir Alexis og Marios Demetriades. Alexis er margverðlaunaður glímumaður og var í landsliði Bretlands í ólympískri glímu í mörg ár. Marios hefur aftur á móti 20 ára reynslu af hnefaleikum og æft brasilískt jiu-jitsu í þónokkur ár.

John Hathaway er sennilega stærsta nafnið á meðal bardagamanna London Shootfighters í dag. Hathaway hefur keppt sem atvinnumaður í MMA frá árinu 2006 og lengst af æft hjá London Shootfighters en einnig æft með American Top Team og 10th Planet Jiu Jitsu í Bandaríkjunum. Hathaway er á fullu að undirbúa sig fyrir bardagan gegn Gunnari og sennilega að æfa með einhverjum af eftirfarandi bardagamönnum.

Micheal Page (7-0)

Michael Venom Page er einn allra efnilegasti bardagakappi Bretlands um þessar mundir. Hann keppir í Bellator og hefur sigrað alla sína sjö bardaga og nokkra af þeim með miklum tilþrifum. Hann er frábær sparkboxari og hafa margir líkt honum við Anderson Silva. Page og Hathaway virðast æfa mikið saman um þessar mundir ef marka má samfélagsmiðla.

Claudio Silva (11-1)

Claudio Silva er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og ósigraður í báðum UFC bardögum sínum. Silva tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en hefur síðan þá sigrað alla 11 bardaga sína.

Karlos Vemola (16-4)

Hinn tékkneski Vemola kom hrár inn í UFC. Eftir þrjá sigra og þrjú töp var hann látinn fara úr UFC en hann barðist í þungavigt, léttþungavigt og millivigt UFC. Hefur nú sigrað sjö bardaga í röð utan UFC og gæti fengið kallið aftur.

Simeon Kyurchiev

Kyurchiev er virtur keppandi í Kyokushin Karate á heimsvísu og verið meðlimur í enska landsliðinu í karate í nokkur ár. Hann hefur barist undir K-1 reglum og verið reglulegur æfingafélagi atvinnumannanna í klúbbnum. Hann hefur auk þess kennt í klúbbnum. Það er líklegt að Kyurchiev hafi aðstoðað Hathaway í undirbúningi sínum fyrir bardagann gegn Gunnari enda er Gunnar með bakgrunn í karate.

Marcin Held (21-3)

Berst í léttvigt Bellator og er svart belti í brasilísku jiu-jitsu.

Alex Reid (10-9)

Alex Reid er afar þekktur á Englandi en þá aðallega fyrir ástarsamband sitt við fyrirsætuna Katie Price Jordan. Hann hefur þó ekkert barist síðan árið 2012 og óvíst hvort hann sé enn að æfa með Hathaway.

James Thompson (20-14-0-(1))

Hinn stóri og stæðilegi James Thompson hefur verið lengi í bransanum. Hann hefur barist í stórum bardagasamtökum á borð við Pride, Dream og Bellator. Bardaginn hans gegn Alexander Emelianenko verður lengi í minnum hafður.

https://www.youtube.com/watch?v=LK42zojlLXw

Lee Murray (8-2-1 (1))

Eitt áhugaverðasta nafnið yfir liðsmenn London Shootfighters er Lee Murray. Murray er sem stendur í fangelsi í Marokkó fyrir aðild að stærsta ráni Bretlands. Hann var handtekinn í júlí 2006 og því ólíklegt að hann og Hathaway hafi nokkurn tímann æft saman. Það verður þó að teljast áhugavert að London Shootfighters sé enn með nafn hans skráð á heimasíðu sinni sem liðsmann London Shootfighters. Nánar má lesa um Lee Murray hér.

Hér má sjá meðlimi London Shootfighters á heimasíðu þeirra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular