spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Eyþórsson: Alveg eins og ég hafði ímyndað mér

Bjarki Eyþórsson: Alveg eins og ég hafði ímyndað mér

Um síðustu helgi barðist Bjarki Eyþórsson sinn fyrsta MMA bardaga. Bjarki var snöggur að klára þetta í 1. lotu en við heyrðum í honum þar sem hann var staddur á Tenerife í fríi.

Bjarki Eyþórsson mætti heimamanninum Stu George og sigraði eftir „rear naked choke“ í 1. lotu. Fyrir bardagann sagði Bjarki að honum liði eins og hann hefði gert þetta oft áður. Þegar á hólminn var komið var þetta allt fremur kunnuglegt fyrir Bjarka.

„Það eina sem mér fannst eiginlega vera öðruvísi var upphitunin og umgjörðin í kringum hana. Annars var þetta alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Eins og ég sagði áður þá fannst mér eins og ég hafi gert þetta áður og ég fann ekki mikið fyrir stressi,“ segir Bjarki um bardagann.

Andstæðingur Bjarka byrjaði bardagann á föstu lágsparki sem hitti. Bjarki greip hins vegar næsta spark og tók hann niður en það var upphafið að endinum hjá Stu George. „Ég var búinn að drilla þetta bakvið í upphituninni með Bjarka Ómars [að grípa spörk]. Ég lét hann taka legkicks og var að grípa þau eða checka og hafði það alltaf á tilfinningunni að hann myndi reyna sparka í fremri löppina vegna stílsins míns en hann náði því einu sinni og ég refsaði því næst.“

Mynd: Headhunters Championship.

Í horninu hjá Bjarka voru þeir Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson og Gunnar Nelson. Eftir að Bjarki hafði náð andstæðingnum niður reyndi hann að standa upp en Bjarki hékk á bakinu á honum eins og bakpoki. Þó George væri staðinn upp náði Bjarki samt að klára henginguna. Gunnar kláraði einmitt Eugene Fadiora með svipuðum hætti á sínum tíma og fékk Bjarki góð ráð er hann hékk á George.

„Það klárlega hjálpaði mikið að hafa þá þarna í horninu eins og þegar Gunni öskraði að draga axlirnar mínar til baka og strax þegar ég gerði það þá horfði ég á slefið úr honum leka út og tappið kom rétt eftir. Bjarki Ómars kallaði líka inn að hann myndi reyna strax aftur sparkið sem reyndist svo rétt. Það klárlega hjálpaði að hafa þá þarna og Hrólfur að segja mér að sprengja mig ekki og að ég ætti fullt af tíma eftir.“

Eins og áður segir var Bjarki fljótur að klára sinn fyrsta bardaga en hvað fór í gegnum huga hans þegar hann var kominn með bakið? „Ég hugsaði fyrst og fremst að ég þyrfti að klára hann og vera rólegur. Svo fannst mér líka alveg geggjað að ég væri kominn á bakið á honum á minna en 30 sekúndum,“ segir Bjarki og hlær.

Bjarki er staddur á Tenerife sem stendur en hann fór beint frá Skotlandi og í fríið. „Beint eftir bardagann þá fórum við aðeins að skemmta okkur og síðan beint frá því tek ég taxa upp á Glasgow flugvöll. Fór beint til Tenerife þar sem kærastan og fjölskyldan hennar eru en ég átti upprunlega að fara á þriðjudeginum fyrir bardaga. Þegar ég fékk bardagann ætlaði ég ekki að missa af því tækifæri þannig að ég breytti ferðinni minni og mætti aðeins seinna í fríið.“

Frumraun Bjarki var ansi vel heppnuð og getur hann ekki beðið eftir því að fara aftur í búrið. „Væri til í að gera þetta aftur sem fyrst. Helst fyrir miðjan nóvember en þá fer ég til Bandaríkjanna að æfa. Annars bara snemma á næsta ári og ætla ég að koma enn sterkari inn þá.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular