spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór, Inga Birna og Magnús Ingi gráðuð í svart belti

Bjarki Þór, Inga Birna og Magnús Ingi gráðuð í svart belti

Inga Birna, Bjarki Þór, Gunnar og Magnús.

Bjarki Þór Pálsson, Inga Birna Ársælsdóttir og Magnús Ingi Ingvarsson voru í kvöld gráðuð í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Inga er fyrsta íslenska konan til að fá svart belti í íþróttinni.

Gráðunin fór fram í Reykjavík MMA í kvöld en Gunnar Nelson gráðaði þremenningana. Auk þeirra voru tvö fjólublá og þrjú blá belti afhend í kvöld.

Eins og fyrr segir er Inga Birna fyrsta íslenska konan til að fá svarta beltið. Inga hefur verið besta glímukona landsins undanfarin ár en þeir Bjarki Þór og Magnús Ingi hafa gert það gott sem atvinnumenn í MMA um árabil og eru þau því öll vel að þessum heiðri komin.

Með gráðuninni í kvöld hafa 20 Íslendingar fengið svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru: Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason, Jósep Valur Guðlaugsson, Aron Daði Bjarnason, Halldór Sveinsson og Kristján Helgi Hafliðason.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular