spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór kominn með bardaga 10. desember

Bjarki Þór kominn með bardaga 10. desember

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Þór Pálsson er kominn með sinn næsta bardaga. Bjarki Þór berst á FightStar Championship 8 bardagakvöldinu þann 10. desember.

Þetta verður annar atvinnubardagi Bjarka Þórs eftir farsælan feril sem áhugamaður. Fyrsti atvinnubardagi Bjarka fór fram í sumar þar sem hann vann andstæðinginn sinn á aðeins 23 sekúndum.

Bjarki mætir Englendingi að nafni Alan Proctor en þetta verður fyrsti atvinnubardagi hans eftir sex áhugamannabardaga (fjórir sigrar, tvö töp). Bardaginn fer fram í veltivigt en Bjarki hefur bæði barist í léttvigt og veltivigt.

Bardaginn fer fram í London í FightStar bardagasamtökunum eftir tæpar tvær vikur. Bjarki hélt til Írlands í morgun þar sem hann mun dvelja við æfingar hjá SBG í Dublin fram að bardaga.

fightstar-8

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular