spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjartur Guðlaugsson: Stundum lemstraður í vinnunni

Bjartur Guðlaugsson: Stundum lemstraður í vinnunni

Bjartur Guðlaugsson mun stíga í búrið í fimmta sinn þegar hann mætir Hayden Murray á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi á laugardaginn. Fjórir Mjölnismenn keppa á laugardaginn í Skotlandi. Auk Bjarts munu þeir Bjarki Eyþórsson, Björn Lúkas Haraldsson og Sigurjón Rúnar Vikarsson keppa á Headhunters kvöldinu.

Bjartur Guðlaugsson (2-2) er nú með nokkra bardaga að baki en hann hefur tvívegis barist á Evrópumótinu í MMA og sigraði svo bardaga í Færeyjum í vor. Reynslan er að safnast upp hjá Bjarti og er hann lítið sem ekkert stressaður fyrir bardaganum.

„Það er dálítið skrítið en ég átti það til að verða mjög stressaður fyrir karate og jiu-jitsu mót fyrir mörgum árum. En ég hef aldrei orðið neitt sérstaklega stressaður fyrir MMA bardaga, kannski er það reynslan en ég er ekki viss,“ segir Bjartur.

Meðfram bardagaferlinum starfar Bjartur hjá Garra heildsölu á daginn. Hvernig gengur að sameina vinnuna og æfingar? „Það getur verið erfitt að vinna fulla vinnu og æfa eins mikið og ég vil æfa. Stundum er maður mjög þreyttur eftir daginn. Yfirmennirnir mínir eru hins vegar mjög skilningsríkir og hafa leyft mér að sleppa kaffitímum og taka langan hádegismat svo ég nái að fara á keppnisliðs æfingarnar í hádeginu. Ég er einstaka sinnum með glóðaraugu eða einhvern veginn lemstraður í vinnunni en samstarfsfólkið hefur bara gaman af því og grínast með það.“

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Hayden Murray verður andstæðingur Bjarts í Skotlandi en bardaginn fer fram í fjaðurvigt (66 kg). „Ég veit í rauninni sáralítið um andstæðinginn minn. Ég sá á netinu að hann hefur klárað flesta andstæðingana sína og að hann hefur áður keppt í þyngdarflokknum fyrir neðan, bantamvigt, svo ég býst við að vera töluvert stærri en hann þar sem ég gæti aldrei skorið niður í bantamvigt.“

Niðurskurðurinn gengur vel hjá Bjarti en ferlið er aðeins öðruvísi núna þar sem hópurinn heldur út til Skotlands á föstudegi. Bjartur var 71 kg í morgun og þarf að vera 66 kg á föstudaginn.

Cuttið gengur vel. Ég er sirka tveimur kílóum léttari núna en fyrir síðasta bardaga. Við neyðumst reyndar til að framkvæma megin hluta cuttsins daginn fyrir vigtun þar sem við fljúgum snemma út á föstudagsmorgni og vigtunun er eiginlega um leið og við lendum. Ég geri ráð fyrir að skella mér bara í saununa á fimmtudagskvöldið, taka mest þá og reyna svo að vakna á vigt.“

Allir fjórir bardagar Bjarts hafa farið í dómaraákvörðun og segir Bjartur að núna sé kominn tími á að klára bardaga. „Hingað til hef ég bara unnið á dómaraúrskurð sem er fínt þar sem allir andstæðingarnir mínir eru búnir að vera meira en helmingi reyndari en ég. Núna er ég hins vegar að fara á móti svipað reyndum manni sem er líklegast minni en ég svo ég mun leitast við að setja góða pressu á hann og klára á jörðinni, annað hvort með submission eða ground and pound seinni part fyrstu lotu eða í annarri lotu.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular