Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentColby Covington fékk símtal frá Donald Trump eftir sigurinn

Colby Covington fékk símtal frá Donald Trump eftir sigurinn

Colby Covington sigraði Tyron Woodley í nótt með tæknilegu rothöggi í 5. lotu. Covington fékk símtal frá Donald Trump eftir bardagann.

Í viðtalinu eftir bardagann fékk Colby Covington símtal frá forseta Bandaríkjanna. Trump óskaði honum til hamingju með sigurinn en hann horfði á bardagann í gær.

„Þú ert frábær bardagamaður. Þetta leit út fyrir að vera auðvelt fyrir þig, ég veit ekki hvernig þú fórst að þessu. Til hamingju, ég horfði á bardagann þinn, þú varst frábær,“ sagði Trump.

Covington hefur lengi tengt sig við Donald Trump og klæðist oft „Make America Great Again“ derhúfunni. Covington sagði að Trump muni gjörsigra forsetakosningarnar í nóvember.

spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular