spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaConor: Kem með beltið í nýju aðstöðuna 2016

Conor: Kem með beltið í nýju aðstöðuna 2016

Mjölnir Öskjuhlíð
Merki Mjölnis er komið fyrir utan Öskjuhlíðina

Nýtt húsnæði og breytt starfsemi Mjölnis var kynnt á tíu ára afmæli Mjölnis í dag. Kynningin fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni en þar mun Mjölnir flytja á næsta ári.

Eins og við greindum frá áðan mun Mjölnir flytja úr gamla Loftkastalanum og fara í glæsilegt húsnæði í Öskjuhlíðinni. Í nýja húsnæðinu verða hvorki meira né minna en sex salir.

Áætlað er að flutningurinn fari fram í mars/apríl á næsta ári en er þó ekki komið á hreint. Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, fullyrti á kynningunni að aðstaðan yrði besta MMA aðstaða í heiminum.

Salirnir sex verða með ólíku sniði. Salur 1 verður fyrir barnastarfið og minni glímutíma og verður 135 fm. Salur 2 verður lokaður af og er hugsaður fyrir t.d. jógatíma en hann verður 150 fm.

Salur 3 verður aðal glímusalurinn og verður 310 fm. Þar verður pláss fyrir tvo löglega keppnisglímuvelli en núverandi dýnupláss í stærsta sal Mjölnis eru 250 fm.

Salur 4 verður 350 fm en þar mun búrið og boxhringurinn vera. Auk þess verður þar löglegur keppnisglímuvöllur svo ætla má að þrír keppnisvellir verði á Mjölnir Open á næsta ári.

Salur 5 verður 220 fm tækjasalur sem verður opinn öllum iðkendum Mjölnis. Salur 6 verður svo 360 fm þreksalur þar sem Víkingaþrekið mun fara fram.

Drukkstofa Óðins verður heitið á félagsmiðstöð Mjölnismanna. Þar verður bannað að panta lítinn bjór, kokteila og vatnsglas eins og kom fram í kynningunni.

Mjölnir mun nýta sér Öskjuhlíðina vel og verða þar fjölmargar útiæfingar. Kynntar voru nokkrar breytingar á starfsemi Mjölnis og mun til að mynda barnastarf Mjölnis gangast undir miklar breytingar sem líta ansi vel út.

Stjórn Mjölnis er búið að vinna að þessu í eitt ár og verður gaman að sjá aðstæðurnar þegar húsnæðið verður tekið í notkun.

Kynningunni lauk svo á myndbandi frá Gunnari Nelson og Conor McGregor frá Los Angeles. Conor McGregor kastaði kveðju á áhorfendur og sagðist „ekki geta beðið eftir að koma í nýja húsnæðið árið 2016 með beltið sitt,“ en McGregor mætir fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo þann 12. desember. Þeir Gunnar og Conor eru um þessar mundir í Los Angeles þar sem lokaundirbúningur þeirra fyrir UFC 194 fer fram.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular