spot_img
Wednesday, October 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedDana White: Jose Aldo næstur fyrir Henry Cejudo

Dana White: Jose Aldo næstur fyrir Henry Cejudo

Dana White sagði um helgina að Henry Cejudo fái Jose Aldo næst. Bardaginn hefur ekki verið staðfestur en báðir bardagamenn eru áhugasamir.

Bantamvigtarmeistarinn Henry Cejudo barðist síðast við Marlon Moraes í júní. Þá sigraði hann eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu en hefur verið á hliðarlínunni síðan þá vegna meiðsla.

Cejudo hefur verið spenntur fyrir því að berjast við nöfn og óskað eftir bardögum gegn Urijah Faber, Dominick Cruz og Jose Aldo. Það vantar ekki áskorendur í bantamvigt en bæði Petr Yan og Aljamain Sterling eru á góðri sigurgöngu.

Nú herma heimildir að Cejudo fái ósk sína uppfyllta og mæti Jose Aldo. Talið er að bardaginn fari fram á UFC 250 í Brasilíu í maí en bardagakvöldið hefur ekki verið staðfest.

Dana White, forseti UFC, staðfesti á föstudaginn að það sé bardaginn sem UFC vilji setja upp fyrir Cejudo. „Þetta er bardaginn sem við viljum setja saman. Báðir vilja þetta svo vonandi náum við að setja þetta saman,“ sagði Dana.

Samkvæmt MMA Fighting hafa viðræður þegar byrjað en samningar hafa ekki verið undirritaðir. Jose Aldo háði frumraun sína í bantamvigt í desember eftir langa veru í fjaðurvigt. Aldo tapaði fyrir Marlon Moraes í mjög jöfnum bardaga en aðdáendur og fjölmiðlar voru ekki allir sammála um hver hefði átt að vinna. Fjölmiðlar skiptust í tvær fylkingar eins og MMA decisions hefur tekið saman.

„Mörgum fannst Jose Aldo vinna, mörgum fannst hann tapa. Henry Cejudo hafði samband við mig í desember og sagði að Aldo hefði unnið. Hann vill þennan bardaga. Israel Adesanya vill Yoel Romero. Hvernig getur það staðist? Það stenst enga skoðun. Israel Adesanya vill berjast við þá sem enginn vill berjast við. Stenst þetta einhverja skoðun í okkar starfi? Nei,“ sagði Dana að lokum.

Það vantar ekki áskorendur í bantamvigt en í millivigtinni þar sem Adesanya er meistari er áskorandi nr. 1, Paulo Costa, meiddur og getur því ekki barist fyrr en í sumar. Romero mætir Adesanya í mars en Romero tapaði sínum síðasta bardaga rétt eins og Jose Aldo.

Jose Aldo hefur tapað tveimur bardögum í röð og kemur því verulega á óvart að hann skuli fá titilbardaga í flokki þar sem hann hefur aldrei sigrað.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular