Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz snýr aftur í desember

Dominick Cruz snýr aftur í desember

Fyrrum bantamvigtarmeistari UFC, Dominick Cruz, snýr aftur í desember. Þá mætir hann Jimmie Rivera á UFC 219 þann 30. desember.

Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan hann tapaði beltinu til Cody Garbrandt á UFC 207 í fyrra. Það var hans fyrsta tap í 13 bardögum og aðeins hans annað tap á ferlinum. Cruz hefur tekið því rólega síðan þá og meðal annars starfað sem lýsandi hjá UFC.

Jimmie Rivera hefur unnið 20 bardaga í röð og þar af eru fimm í UFC. Síðast sáum við hann vinna Thomas Almeida eftir dómaraákvörðun í júlí en þar áður vann hann Urijah Faber. Hann hefur fest sig í sessi sem einn af þeim bestu í bantamvigtinni og fær nú risa tækifæri gegn Cruz.

Þessi bardagi mun væntanlega skera úr um næsta áskorenda um bantamvigtartitilinn þegar þeir Garbrandt og Dillashaw hafa útkljáð sín mál.

UFC staðfesti annan bardaga á kvöldið en þær Cynthia Calvillo og fyrrum meistarinn Carla Esparza mætast. Þetta verður mikilvægur bardagi í strávigt kvenna en Calvillo hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn á þessu ári. Calvillo hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC og þann síðasta gegn Joanne Calderwood í Skotlandi í júlí.

UFC 219 fer fram þann 30. desember í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular