spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEnginn fyllti skarðið hans Conor á blaðamannafundinum

Enginn fyllti skarðið hans Conor á blaðamannafundinum

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sérstökum blaðamannafundi fyrir UFC 200 var að ljúka. Stærstu stjörnurnar á bardagakvöldinu mættu en athygli vakti að sætið við hliðina á Dana White var autt enda enginn Conor McGregor á svæðinu.

Þrátt fyrir að Conor McGregor væri ekki á blaðamannafundinum beindust margar spurningar að Dana White um McGregor.

International Fight Week fer fram vikuna fyrir UFC 200 og fara fram þrjú bardagakvöld í vikunni. Rafael dos Anjos mætir Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn fimmtudaginn 7. júlí og Joanna Jedrzejczyk mætir Claudiu Gadelha um strávigtartitil kvenna föstudaginn 8. júlí. Þau voru öll á blaðamannafundinum ásamt Mieshu Tate, Amönda Nunes, Frankie Edgar, Jose Aldo, Cain Velasquez og Travis Browne.

Það var ljóst að Conor McGregor myndi ekki mæta á blaðamannafundinn enda er hann staddur hér á landi við æfingar í Mjölni. Áður en blaðamannafundurinn hófst voru nafnspjöld allra bardagamannanna á borðunum. Sætin tvö sem voru næst Dana White (og eru vanalega skipað stærstu stjörnunum) höfðu engin nafnspjöld og veltu margir því fyrir sér hvort McGregor myndi taka þátt á blaðamannafundinum í gegnum gervihnött.

Annað sætið næst White skipaði Nate Diaz á meðan hitt sat tómt allan tímann. Nate Diaz lýsti því yfir að hann hefði engan áhuga á að berjast við einhvern annan en Conor McGregor. Ef hann fær ekki þann bardaga fer hann í frí – svo einfalt var það hjá Diaz.

Dana White fékk ítrekað spurningar um hvers vegna ekki væri hægt að setja saman bardaga McGregor og Diaz þar sem allir virðast vilja sjá það þrátt fyrir að McGregor sleppi nokkrum blaðamannafundum. White talaði um að það væri ekki sanngjarnt að allir bardagamennirnir á sviðinu myndu þurfa að fljúga til Las Vegas til að taka þátt í gerð kynningarefnis en ekki Conor McGregor.

Conor McGregor virtist vera að horfa á blaðamannafundinn enda henti hann í þetta tíst á meðan á blaðamannafundinum stóð.

Dana White talaði um að UFC gæti bætt þriðja titilbardaganum við á UFC 200. Jon Jones mætir Ovince Saint Preux á morgun og gat White ekki útilokað að bardagi Jones og Cormier myndi vera aðalbardagainn á UFC 200 fari svo að Jones vinni á morgun.

Það er erfitt að fylla í skarð Conor McGregor eins og áhorfstölurnar á blaðamannafundinn gáfu til kynna. Um 60.000 manns horfðu á blaðamannafundinn í beinni á meðan 250.000 manns horfðu á síðasta stóra blaðamannafundinn þar sem Conor McGregor var á svæðinu. Enginn gat tekið sæti Conor McGregor á sviðinu í kvöld.

Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular