spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Börðust í búrinu en æfa nú saman

Föstudagstopplistinn: Börðust í búrinu en æfa nú saman

Í Föstudagstopplista vikunnar ætlum við að skoða bardagamenn sem mættust í keppni en eru nú æfingafélagar og jafnvel vinir. Eftir að hafa mæst hafa margir fallist á það að æfa saman til að læra af hvor öðrum en einnig hafa bardagamenn skipt um félög og hitt þar fyrrum andstæðinga.

bj og matt hughes

5. Matt Hughes og BJ Penn

Þeir Matt Hughes og BJ Penn mættust þrívegis þar sem BJ Penn fór með sigur af hólmi tvisvar. Fyrir bardaga BJ Penn gegn Jon Fitch flaug Matt Hughes til Havaí til að aðstoða hann við undirbúning. Þeir æfðu kannski ekki mikið saman en það er gaman að sjá þessar tvær goðsagnar æfa saman og eru þeir fínir félagar í dag.

belfort johnson
Belfort hengir Johnson í bardaga þeirra árið 2012.

4. Anthony Johnson og Vitor Belfort

Anthony Johnson og Vitor Belfort mættust á UFC 142. Bardaginn átti að fara fram í millivigt en Anthony Johnson mistókst að ná vigt (var 12 pundum yfir) og fór bardaginn því fram í svo kallaðri „catchweight“. Belfort hengdi Johnson í lok fyrstu lotu og var Johnson rekinn úr UFC eftir bardagann. Í dag æfa þeir saman hjá Blackzilians og hefur Johnson sagt að Belfort hafi kennt sér margt og þá sérstaklega í gólfglímunni.

3. Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic og Pat Barry

Cro Cop og Pat Barry áttust við árið 2010. Bardaginn var nokkuð sérstakur enda var Cro Cop ein af hetjum Barry og föðmuðust þeir í nokkur skipti í miðjum bardaganum. Cro Cop vann bardagann en þeir æfðu saman eftir bardagann og virtust ná ágætlega saman eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

2. Chael Sonnen og Yushin Okami

Chael Sonnen og Yushin Okami mættust á UFC 104 árið 2009 þar sem Sonnen sigraði. Síðan þá hafa þeir oft æft saman og hefur Okami gist í húsi móður Sonnen. Hér að neðan má heyra Sonnen segja bráðfyndna sögu af því þegar Okami kom í húsið um miðja nótt (byrjar á 1:20).

1. Phil Davis og Alexander Gustafsson

Phil Davis sigraði Alexander Gustafsson í apríl 2010 eftir hengingu. Sama kvöld spjölluðu þeir Gustafsson og Davis saman og vildi Gustafsson fá að læra smá glímu af Davis enda er hann framúrskarandi glímumaður. Svíinn hefur síðan þá æft að hluta hjá Alliance í Bandaríkjunum og þar hafa þeir Davis og Gustafsson náð vel saman. Í dag segjast þeir vera miklir vinir og vilja ekki mætast aftur í keppni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular