spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn - Eftirminnilegustu atvikin í The Ultimate Fighter þáttunum

Föstudagstopplistinn – Eftirminnilegustu atvikin í The Ultimate Fighter þáttunum

19. sería The Ultimate Fighter er nú nýlega hafin. Mörg eftirminnileg atvik hafa átt sér stað í þáttunum en hér rifjum við upp þau 15 eftirminnilegustu.

Það vakti athygli í núverandi seríu af Brasilíska The Ultimate Fighter atvik þegar Chael Sonnen og Wanderlei Silva slógust eins og lítil börn. Í seríunum hafa hins vegar verið fjölmörg eftirminnileg atvik sem vert er að rifja upp. Það hafa verið vatnsblöðrustríð, matarstríð, hveitistríð og húsinu hefur verið rústað ansi oft. Menn hafa orðið ofurölvi, hagað sér eins og hálfvitar og gert hluti sem þeir hafa sennilega séð eftir síðar. Við rifjum hér upp 15 eftirminnilegustu atvikin. Látið okkur svo vita hvað vantar á listann að ykkar mati.

Reglur:

  • Atvikið þarf að vera atvik, ekki bara almennt eftirminnilegur þáttakandi eins og t.d. Shonie Carter.
  • Það verða ekki tekin fyrir eftirminnileg úrslit bardaga, rothögg eða uppgjafartök, það er efni í annan lista.

matthuges

15. Biblíustund með Matt Hughes
Það var umdeilt og eftirminnilegt atvik í seríu 6 þegar Matt Hughes mætti með biblíur á æfingu og fór að lesa með liðinu sínu. Hughes er mjög trúaður maður en það þótti sérkennilegt að vera beinlínis með trúboð í þáttunum.

rampagerashad

14. Quinton Jackson og Rashad Evans rífast

Það höfðu verið mörg rifrildi og mörgum lent saman eins og Tito Ortiz og Ken Shamrock eða Michael Bisping og Jason Miller en fáir gátu rifið kjaft eins og Jackson og Evans í seríu 10. Það er rosalegt atriðið þegar þeir mætast í æfingastöðinni, Evans kalla Jackson „bitch“ og Jackson svarar „treat me like a bitch right now“. Verst að bardaginn stóð ekki alveg undir væntingum.

andywang

13. BJ Penn gerir grín að Andy Wang
Andy Wang var einn besti gólfglímumaðurinn í liði B.J. Penn í 5. seríu. Vandamálið var að hann vildi bara standa og kýla þó svo að andstæðingurinn væri mun betri í þeirri deild. Eftir að hann tapaði bardaga sínum brotnaði hann niður og grét í búrinu. BJ Penn gerði grín að hljóðunum í Wang eins og sjá má hér að neðan.

edherman

12. Tito stríðir Ed Herman
Í seríu 2 vildi Ed Herman ólmur fá tækifæri til að berjast. Í hvert skipti sem Tito Ortiz valdi bardaga þóttist hann ætla að velja Herman en benti svo á einhvern annan. Það var unun að sjá Herman þjást.

11. „Let me bang bro“
Í seríu 16 virtist einn þáttakandinn vera nokkuð tæpur á geði. Julian Lane virtist æsast upp við hvaða smáatriði og var alltaf tilbúinn að fara beint í áflog. Eftir æsing brotnaði hann yfirleitt niður eins og þegar hann lét þessi eftirminnilegu orð falla, sjá hér:

Melvin-Guillard

10. Melvin stríðir Dana
Í seríu 2 hafði Dana White brjálast út af þáttakanda sem hætti keppni og fór. Melvin Guillard ákvað í kjölfarið að stríða Dana. Hann fór inn á skrifstofuna hans og sagðist vilja hætta, svipurinn á andliti White var óborganlegur.

MattSerra

9. Matt Serra vs. Marc Laimon

Í seríu 6 gagnrýndi jiu-jitsu þjálfarinn Laimon sjálfan Royce Gracie og Serra varð reiður. Úr varð mikil deila og Serra gerði mikið grín af Laimon og gagnrýndi hann fyrir að gagnrýna bardagamenn þegar hann hefur aldrei barist sjálfur.

8. Karo Parysian vs. Nate Diaz

Í 5. seríu mætti frændi Manny Gamburyian, Karo Parysian, í heimsókn. Hann fór að haga sér furðulega gagnvart Nate Diaz sem tók því mjög illa. Minnstu munaði að til áfloga kæmi. Þessir Armenar eru ekki eins og fólk er flest.

junie-browning

7. Junie Browning ræðst á Ryan Bader

Browning er einn eftirminnilegasti þáttakandi í þáttunum en hann var í 8. seríu. Hann var sífellt að ögra öllum og valda vandræðum. Eftirminnilegt atvik er þegar hann ræðst á sjálfan Ryan Bader sem er talsvert stærri. Honum var bjargað áður en Bader þurfti að gera eitthvað í málunum.

6. Dave Kaplan rotaður af Tom Lawlor

Eitt furðulegasta atvik í sögu þáttanna átti sér einnig stað í 8. seríu. Kaplan var ölvaður og æsti Lawlor upp í kýla sig á kjammann. Kaplan þóttist geta tekið hvaða högg sem er án þess að rotast en var þess í stað snar rotaður, sjá hér:

sims thomas

5. Götubardagi
Í fimmtu seríu fóru tveir (Marlon Sims og Noah Thomas) yfir strikið og fóru að berjast í garðinum. Þetta var alvöru bardagi en fræg ummæli eftir bardagann voru “That was the most technical street fight I have ever seen”.

gabe-ruediger

4. Gabe Ruediger nær ekki réttri þyngd

Það hafa nokkrir lent í erfiðleikum með því að ná réttri þynd fyrir bardaga, t.d. Bobby Southworth í 1. seríu. Ekkert toppaði hins vegar Gabe Ruediger í 5. seríu. Ruediger hafði mætt í upptökur á þáttunum allt of þungur og gerði svo ekki annað en að borga kökur og fleira því líkt. Þegar kom að því að berjast þurfti hann að létta sig alltof mikið og komst aldrei nálægt því. Það er ógleymanlegt atriði þegar Ruediger lá nakinn við sundlaugarbakkann og hvíslaði „put me back in“, þ.e. í gufubaðið.

BJ

3. B.J. lætur alla rétta upp hönd sem vilja vera í hans liði

Maður veit aldrei hverju B.J. Penn getur tekið upp á. Í seríu tvö þegar verið er að velja í liðin lét hann alla rétta upp hendi sem vildu vera með honum í liði. Þetta var óþægilegt en eitt eftirminnilegasta atvikið frá upphafi.

Leben_door

2. Chris Leben gengur berserksgang

Leben gerði allt vitlaust í seríu 1. Eftirminnilegasta atvikið var þegar Leben svaf úti í svefnpoka eftir mikla drykkju, Josh Koscheck og Bobby Southworth sprautuðu á hann vatni og Bobby kallaði hann „a fatherless bastard“. Leben trylltist og braut meðal annars hurð eins og sjá má á myndinni.

1. „Do you want to be a fucking fighter“

Í 1. seríu var einhver misskilningur um hvað þættirnir fælu í sér, þ.e. að menn þyrftu að berjast til að komast áfram. Þegar umræðan fór að snúast um hvort þeir ættu að neita að berjast mætti Dana White á staðinn og hélt þrumuræðu sem er ennþá eftirminnilegasta ræða sem gefin hefur verið í raunveruleikasjónvarpi. Ræðuna má sjá hér í heild sinni:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular