spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGamli bardaginn: Þegar Bob Sapp mætti Big Nog

Gamli bardaginn: Þegar Bob Sapp mætti Big Nog

Á þessum degi fyrir 13 árum síðan mættust þeir Bob Sapp og Antonio ‘Big Nog’ Nogueira í Pride. Tæpur 70 kg munur var á köppunum er þeir mættust í þessum þungavigtarbardaga.

Á þessum tíma var Bob Sapp 2-0 í MMA og var þessi risavaxni maður greinilega duglegur að borða vítamínin sín. Big Nog var á sama tíma á toppi ferilsins og hafði sigrað 11 af 19 bardögum sínum með uppgjafartaki.

Bardaginn byrjaði þó ekki vel fyrir Big Nog þar sem Sapp lyfti honum hátt upp og skellti honum harkalega á kollinn. Hann náði þó að lifa af erfiða fyrstu mínútu og tókst að yfirbuga Sapp þegar skammt var eftir af bardaganum. Það markverðasta úr bardaganum má sjá í þessari klippu hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=5pDQIMxAC5M

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular