Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson: Allir helvíti ferskir

Gunnar Nelson: Allir helvíti ferskir

Fjórir Íslendingar keppa á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi í kvöld. Gunnar Nelson er með í för sem þjálfari strákanna og segir hann að stemningin í hópnum sé mjög góð.

Þeir Björn Lúkas Haraldsson, Sigurjón Rúnar Vikarsson, Bjartur Guðlaugsson og Bjarki Eyþórsson keppa í kvöld á Headhunters bardagakvöldinu í Edinborg. Strákarnir héldu til Skotlands í gær ásamt Gunnari, Bjarka Ómarssyni og Hrólfi Ólafssyni. Þeir Bjarki og Hrólfur áttu að berjast á kvöldinu en andstæðingar þeirra duttu út og eru þeir því með sem þjálfarar.

Gærdagurinn var ansi langur enda flugu þeir til Edinborgar eldsnemma í gærmorgun. Strákarnir þurftu að vera komnir á vigt áður en haldið var í flugið enda vigtuðu þeir sig inn um leið og þeir lentu. „Það var enginn að deyja en menn voru alveg tilbúnir að fá sér að éta. Þetta bjargaðist allt og var nokkuð þægilegt. Beint af vellinum og í vigtun og svo á indverskan veitingastað með Alex sem er með bardagakvöldið. Bjartur var svo að mixa sinn eigin drykk með sykurmolum og matarsalti til að recovera eftir cuttið,“ segir Gunnar.

Í gær hélt liðið í venjuna og fóru á Nandos og í bíó. „Það var bara el clasico, Nandos og bíó. Fórum á American Assassin, hún var mjög léleg. Það var enginn að fíla hana, bara hræðilega léleg mynd í alla staði.“

Strákarnir mæta upp í höllina kl 16:30 í dag en fyrsti bardagi hefst kl 18:30 (17:30 á íslenskum tíma). Ekki er vitað hvenær nákvæmlega strákarnir eiga að berjast. „Bjarki átti að vera í fyrsta bardaga kvöldsins en það er eitthvað óljóst núna. Alex virtist ekki vera með þetta allt á hreinu og verður bara að koma í ljós. Bjarki átti allavegna einhvern tímann að vera fyrsti bardagi kvöldsins.“

Headhunters sýnir bardagana ekki í beinni útsendingu neins staðar en Gunnar segir að þeir ætli að skoða það að setja upp Facebook streymi af bardögum Íslendinganna. Annars segir Gunnar að góður andi sé í hópnum og strákarnir eru til í slaginn. „Allir helvíti ferskir, góð stemning í hópnum og allt í kringum showið virkar helvíti afslappað.“

Áhugasamir geta fylgst með strákunum á Snapchati MMA Frétta og Snapchati Mjölnis.

Snap: mmafrettir
Snap: mjolnirmma

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular