spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar Nelson og Conor McGregor náðu báðir vigt

Gunnar Nelson og Conor McGregor náðu báðir vigt

geggjuð myndUFC vigtunin var að klárast fyrir risabardagana annað kvöld. Þetta er stærsta vigtun í sögu UFC og var höllin smekkfull af aðdáendum.

Írarnir styðja vel við sína menn og okkar mann. Það mátti heyra mikil fagnaðarlæti í Írunum þegar Írarnir þrír, Neil Seery, Cathal Pendred og Conor McGregor stigu á vigtina og það sama var uppi á teningnum þegar Gunnar steig á vigtina.

Bæði Gunnar Nelson og Brandon Thatch náðu vigt. Gunnar var 169,5 pund og því hálfu pundi undir 170 veltivigtartakmarkinu en það má vera einu pundi yfir. Brandon Thatch var 170,5 pund.

Baulað var á Bandaríkjamennina sem mæta ofangreindum mönnum sem verður að teljast ansi sérstakt hér í Bandaríkjunum.

Allt fór vel fram nema Jeremy Stephens náði ekki vigt. Hann ætlar ekki að reyna að ná vigt þrátt fyrir að hafa tvo tíma til þess. Stephens mun þurfa að gefa andstæðingi sínum, Dennis Bermudez, 20% af tekjum sínum.

Það var allt vitlaust er Conor McGregor gekk á sviðið og baulað á Chad Mendes. Þegar þeir mættust augliti til auglits var Dana White, forseti UFC, fljótur að skilja kappana að. McGregor virtist rólegur og bað Dana um að fá að horfa í augu Mendes. „Let me look in his eyes“ sagði McGregor við Dana White sem varð ekki að bón hans.

Rétt fyrir vigtunina talaði John Kavanagh um atvik baksviðs.

Síðar kom myndbandið á Twitter og virðist ekki vera alvarlegt.

Longer version of the McGregor and Faber incident pic.twitter.com/OabJ8jJk4b

— Seán Sheehan (@SeanSheehanBA) July 11, 2015

Vigtunina í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular