Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentTölfræðimolar fyrir UFC 189

Tölfræðimolar fyrir UFC 189

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eitt stærsta bardagakvöld sögunnar fer fram í kvöld. Þegar kemur að stórkvöldum í MMA er skemmtilegt að skoða tölfræðina og bera saman bardagamenn.

Að þessu sinni ætlum við að skoða bardagamenn kvöldsins frá nokkrum sjónarhornum. Myndin hér að neðan sýnir hverjir eru virkastir (e. active) í búrinu og hverjir kýla og sparka mest. Tölurnar gefa til kynna hvaða stíl bardagamennirnir hafa.

tölfræði 1
Fjöldi högga á mínútu.

Gögnin koma frá öllum bardögum innan UFC, Strikeforce og WEC. Eins og sjá má er fluguvigtarmaðurinn Louis Smolka virkasti bardagamaðurinn á UFC 189. Hann slær eða sparkar að meðaltali nítján sinnum á mínútu. Næstur á eftir honum kemur engin annan en Conor McGregor. Hann er kraftmikill og nákvæmur á meðan hann pressar andstæðinginn. Dennis Bermudez og Thomas Almeida fylgja svo fast á eftir en báðir eru vel yfir meðalvirkni innan UFC. Meðalfjöldi högga á mínútu eru 11 högg.

Gunnar Nelson er langneðstur þegar kemur að virkni inn í búrinu. Hann hefur fjögur og hálft högg á mínútu en er auðvitað þekktari fyrir hæfni sína á gólfinu. Höggin hans eru þó nákvæm en hann hittir um 37% af höggunum sínum sem er það þriðja hæsta meðal bardagamanna á UFC 189.

tölfræði 2

View post on imgur.com

Þeir sem vilja bardagann í gólfinu

Sá sem treystir mest á glímuna er Chad Mendes. 37% af tímanum í bardögum hans er hann að beita glímutækni sinni. Þ.e., 37% af tímanum er hann að reyna fellur og stjórna andstæðingum í gólfinu eða standandi í „clinchinu“. Meðaltalið í UFC eru 15%. Ef hann ætlar að sigra Conor McGregor verður hann að nota alla sína krafta til að ná honum í gólfið.

Dennis Bermudez (33%) er einnig hæfileikaríkur glímumaður og beitir glímunni óspart. Hann reynir fleiri fellur en Mendes en er ekki eins góður að klára fellurnar og Mendes.

Margir furða sig líklega á því að sjá Conor McGregor (30%) í þriðja sæti á listanum en stuttir bardagar hans og bardaginn gegn Max Holloway hafa mikil áhrif á tölfræðina hans. Hann meiddist gegn Holloway og þurfti þá að nota glímuna meira og var til að mynda alla þriðju lotuna í gólfinu.

Þeir sem vilja halda bardaganum standandi

Thomas Almeida hefur ekki reynt eina einustu fellu í tveimur UFC bardögum. Hann vill halda bardaganum standandi og nota hæfileika sína í Muay Thai.

Tim Means kýs einnig að halda bardaganum standandi og framundan gæti verið ótrúlegur bardagi gegn Matt Brown.

Okkar maður Gunnar Nelson er aðeins fyrir ofan meðaltal UFC bardagamanna en 20% af tímanum beitir hann glímunni. Þessi lága prósenta skýrist sennilega að því að þegar Gunnar nær bardaganum í gólfið er hann ekki lengi að klára hann. Einnig stóð hann lengi gegn Rick Story í fimm lotu bardaga þeirra.

Gunnar þarf á öllum sínum glímuhæfuleikum að halda til þess að sigra Brandon Thatch í kvöld.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular