Saturday, April 20, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 189

Spá MMA Frétta fyrir UFC 189

Eitt stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld. Það er langt síðan jafn mikil spenna hefur ríkt fyrir eitt bardagakvöld líkt og nú. Líkt og með öll stærri bardagakvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

conor chad

Conor McGregor gegn Chad Mendes

Pétur Marinó Jónsson: Ég trúi. Ég trúi öllu hype-inu í kringum McGregor og trúi að hann sé einn af þeim bestu í heimi. Hann er að mínu mati besti strikerinn í UFC í dag og þá sérstaklega hendurnar hans. Ég held að hann sé með það góða felluvörn að hann stöðvi fellurnar hans Mendes. Þetta verður sturlaður bardagi þar sem Conor sigrar með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Conor nýtir faðmlengdina og heldur Mendes í fjarlægð með spörkum, höggum og fótavinnu. Conor sigrar með TKO í þriðju lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég hef trú á Íranum. Conor McGregor sannar sig gegn sterkum glímumanni. Verst fellum, útboxar Mendes og rotar hann í þriðju lotu.

Eiríkur Níel Níelsson: Ég held að Conor sé jafn góður og hype-ið segir að hann sé. Hann hreyfir sig jafn hratt og smooth og Anderson Silva. Hann mun halda þessu standandi og nota faðmlengdina til að taka Mendes í sundur. Spái Conor sigri með TKO í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Ég fæ gubb af þessu hype-train sem Conor er en hann er samt viðbjóðslega góður og gaman að horfa á hann. Er spenntur að sjá hvort Conor mun pressa jafn mikið og hann gerir venjulega eða nota lengdina og vera passívari. Mendes er wrestler og ef hann ætlar að reyna að kickboxa gegn Conor þá mun hann tapa í 3.-4. lotu eftir TKO. Það er það sem mun gerast að mínu mati. Mig langar samt að sjá Conor á bakinu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Conor hefur hæðina, faðmlengdina og andlega yfirburði yfir Mendes. Miðað við það sem ég er búinn að sjá er Conor löngu búinn að planta sér inn í hausinn á honum. Þetta verður ekki langur bardagi, Conor á eftir að brjóta Mendes niður og klárar með TKO í 2. lotu. 

Högni Valur Högnason: Einfalt, vinstri höndin, bein leið í kirkjugarðinn. Þeir sem halda að standandi glíma Mendes muni skipta sköpum hafa rangt fyrir sér. Hann mun líklega taka Conor niður en Conor mun hins vegar standa strax aftur upp. Conor er með breitt bil á milli lappanna og mun það gera Mendes erfitt fyrir að fara í power double sem er uppáhalds fellan hans. Í síðasta bardaga gegn Aldo stóð Aldo líkt og Conor gerir. Mendes reyndi að fara í single leg fellur 8 sinnum og tókst það aðeins einu sinni. Hann mun þurfa að nota mikla orku við að koma Conor niður og bugast er hann hoppar alltaf beint upp aftur. Eini séns Mendes er þá hægri höndin en Conor hreyfir sig of vel fyrir hana. Conor er búinn að nota vinstri höndina sína til að klára, Brimage, Brandao, Porier og Siver. Hann mun bæta Mendes í safnið í annarri lotu með þessari sömu vinstri hendi.

Conor McGregor: Pétur, Guttormur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Sigurjón og Högni.
Chad Mendes: …

macdonald_lawler

Robbie Lawler gegn Rory MacDonald

Pétur Marinó Jónsson: Það eru allir að spá Rory MacDonald og er ég nokkuð sammála því en mér finnst samt smá leiðinlegt hvað maður er fljótur að afskrifa Lawler. Held samt að núna sé tími Rory kominn og hann sé orðinn þessi meistari sem margir hafa beðið eftir. Hann er svo ótrúlega tæknilega góður og hefur bætt sig síðan hann tapaði fyrir Lawler síðast. Ég held að Rory taki þetta á dómaraákvörðun en Lawler mun eiga sínar stundir.

Guttormur Árni Ársælsson: McDonald mun hafa lært helling af síðasta bardaga sínum við Lawler. Hann mun ná Lawler í gólfið reglulega og sigra eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Flestir búast við sigri Rory MacDonald en ég held að Lawler komi á óvart. MacDonald mun reyna að temja dýrið en Lawler er ótemja. Lawler á stigum.

Eiríkur Níel Níelsson: Það er erfitt að segja hver tekur þennan bardaga. Ef MacDonald kemur inn í hringinn með sama A-game og gegn Tyron Woodly held ég að hann taki þetta á dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Rory er mun teknískari en Lawler. Tækni vinnur oftast. Rory tekur þetta á dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ég er mikill Lawler maður og er búinn að fylgjast með honum í langan tíma. Hann er góður wrestler þegar hann vill en fyrst og fremst fáranlega höggþungur. Hjálpar honum líka að vera kominn í gott camp (American Top Team). MacDonald er nýja tegundin af bardagamanni. Hann átti að taka við af GSP og fær tækifæri nú til þess. Þetta er mjög jafn bardagi sem verður án efa rosalegur. Ég held samt í vonina að Lawler vinni þetta á dómaraúrskurði.

Högni Valur Högnason: MacDonald lærði af fyrri bardaganum. Ég spái að við sjáum skugga GSP í bardaganum enda hafa þeir æft saman um langt skeið. Löng stunga og superman-högg, vel tímasettar fellur og kæfandi stöður í gólfinu. Hann mun reyna að þreyta Lawler og taka úr honum kraftinn. Ekki halda að Lawler geti ekki unnið hvenær sem er, en ég held að langur ferill fari loks að taka sinn toll og MacDonald sé nýji konungurinn í veltivigtinni.

Rory MacDonald: Pétur, Guttormur, Eiríkur, Brynjar, og Högni.
Robbie Lawler: Óskar, Sigurjón

bermudez-stephens

Jeremy Stephens vs. Dennis Bermudez

Pétur Marinó Jónsson: Sú staðreynd að Jeremy Stephens hafi ekki náð vigt gæti bent til þess að hann sé veikur eða eigi við meiðsli að stríða. Held samt að 100% Stephens myndi ekki vinna. Hann er ekki lengur topp 10 gæji í fjaðurvigtinni eins og hann var um skamma stund. Bermudez er það hins vegar og sigrar eftir hengingu í 2. lotu. Domination.

Guttormur Árni Ársælsson: Bermudez sigrar með TKO í annarri lotu

Óskar Örn Árnason: Dennis Bermudez nær Jeremy Stephens niður í gólfið og klárar hann með höggum í fyrstu lotu.

Eiríkur Níel Níelsson: Held að Bermudez sé sigurstranglegri og sigri bardagann með TKO í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Er mikill aðdáendi Bermudez og vona að hann sigri sem og ég held að hann geri. Dómaraúrskurður.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Stephens hefur verið að dala upp á síðkastið á mínu mati eða hann sé að skera of mikið niður fyrir þennan þyngdarflokk. Finnst eins og krafturinn hans sé ekki að nýtast honum nógu vel. Bermudez er wrestling vél sem hættir ekki að pressa. Held að Bermudez taki þetta á dómaraúrskurði.

Högni Valur Högnason: Pressa, pressa, pressa. Ofan á það náði Stephens ekki að vigt. Bermudez er of aggresívur og með of gott þol. Hann kæfir Stephens og vinnur á dómaraúrskurði.

Jeremy Stephens:
Dennis Bermudez: Pétur, Guttormur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Sigurjón og Högni.

thatchnelson

Gunnar Nelson gegn Brandon Thatch

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mjög stressaður fyrir þennan bardaga en stressið hefur minnkað eftir að hafa fylgst með Gunnari æfa í vikunni. Það er eitthvað hungur í honum sem hefur ekki verið til staðar í smá tíma og erum við að fara að sjá hans bestu frammistöðu á ferlinum held ég. Gunnar nær fellunni um miðbik 1. lotu, nær mount, olnbogar hann í drasl áður en Thatch gefur á sér bakið þar sem Gunnar klárar bardagann með rear naked choke.

Guttormur Árni Ársælsson: Thatch er risavaxinn veltivigtarmaður og stóra spurningin er hvort Gunna takist að ná honum í gólfið. Gunni sigrar í þriðju lotu eftri Rear Naked Choke.

Óskar Örn Árnason: Gunnar kemur sterkur til baka, nær Thatch niður í annarri lotu og klárar með rear naked choke.

Eiríkur Níel Níelsson: Ég veit ekki með þetta. Ég vil að sjálfssögðu spá Gunnari sigri og ef þetta fer í jörðina hef ég fulla trú á okkar manni. En ég er hræddur að sama gerist og seinast, að Gunni reyni ekki að taka hann niður og þá er ég ekki voða bjartsýnn. En ég ætla ekki að spá gegn honum einfaldlega út af hjátrú. Gunni sigrar með rear naked choke í annarri lotu

Brynjar Hafsteins: Vona innilega að Gunni setji upp felluna almennilega og gleymi sér ekki í kickboxi, þá tapar hann örugglega. Held samt að hann viti hvað hann á að gera til að stoppa Thatch og það er að taka hann niður. Gunni klárar hann í annarri lotu með rear naked choke eftir ground and pound.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Thatch er skuggalegur striker. Hann og Gunni eru up and coming í þessum þyngdarflokki. Thatch er langur og er að skera mikið niður fyrir þennan þyngdarflokk. Gunni er greinilega búinn að gera allt rétt í undirbúning fyrir þennan bardaga, virðist vera kominn með grimmdina aftur. Ég held að bardaginn eigi eftir að byrja rólega þar sem Gunni á eftir að skjóta inn og koma inn höggum en annars vera fyrir utan fyrstu lotuna. Í annarri lotu á Gunni eftir að setja meiri pressu sem endar með fellu þar sem Gunni klárar með trademark Rear Naked Choke.

Högni Valur Högnason: Stærsti bardagi Gunnars til þessa og það var mjög gaman að sjá hversu vel írskir aðdáendur hvöttu hann í vigtuninni í gær. Það virðast flestir hins vegar búast við því að Thatch vinni. Líklega vegna þess að hann er stærri og vegna þess að hann hefur áður barist í USA. Gunni hefur hingað til aðeins barist í Evrópu sem þýðir að aðeins hörðust aðdáendur UFC í Bandaríkjunum vita hver hann er. Það mun allt breytast eftir þennan bardaga. Bardaginn mun ráðast á fyrstu tveimur mínútunum. Gunnar þarf að standast pressu Thatch. Ég spái að bardaginn endi á svipaðan hátt og þegar Gunni sigraði Eugene Fadiora. Thatch leggi of mikla þyngd í höggin, Gunni færir sig frá og stökki á bakið á honum standandi. Rear Naked Choke sigur í 1 lotu.

Gunnar Nelson: Pétur, Guttormur, Óskar, Eiríkur, Brynjar, Sigurjón og Högni.
Brandon Thatch: ..

pickett almeida

Thomas Almeida gegn Brad Pickett

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mikill Almeida maður og er um borð í Almeida hype lestinni. Hann er skuggalega góður striker og á eftir að hafa mikla yfirburði gegn hinum grjótharða Brad Pickett. Bretinn Pickett er of harður til að láta stoppa sig og Almeida sigrar eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Almeida rotar Pickett í fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Hinn ósigraði Almeida er mikið efni. Þetta er erfitt próf en ég held að hann muni standast það með glans. Almeida rotar Picket í þriðju lotu

Eiríkur Níel Níelsson: Pickett er frekar gamall fyrir sinn flokk þar sem flestir sigra á hraða og nákvæmni. Held að Almeida muni nota hraða sinn til að taka Pickett í sundur í þrjár lotur. Spái Almeida sigri með dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Er aðdáendi Pickett en held að Almeida sé of stór biti fyrir hann þar sem Almeida sigrar á dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Almeida er einn af yngstu á þessu bardagakvöldi á meðan Pickett er sá elsti. Almeida er grimmur og er á þvílíkri sigurgöngu. En hann hefur aldrei mætt neinum eins og Pickett áður. Pickett er að færa sig aftur upp um þyngdarflokk. Hann æfir hjá American Top Team þar sem hann er umkringdur wrestlerum. Sem er einmitt sem hann þarf til að vinna Almeida. Ég er til í að sjá mesta underdog-inn á kortinu sigra og því held ég að Pickett muni vinna á dómaraákvörðun. Mæli líka á að veðja á það.

Högni Valur Högnason: Almeida þykir eitt mesta efni í bantamvigtarflokknum í dag. Hann er ósigraður í 19 bardögum en aðeins tveir af þeim eru í UFC. Flestir bardagar hans hafa farið fram í Brasilíu gegn andstæðingum sem fáir vita hverjir eru. Brad Pickett er samkvæmt veðmálabönkum líklegastur til að tapa bardaga sínum af öllum á UFC 189. Hann er hins vegar mjög reyndur bardagamaður með kraft í höndnum og er t.d. einn af fáum sem hefur unnið Demetrious Johnson, meistarann í fluguvigt. Ég spái því að Pickett komi á óvart og sigri Almeida.

Thomas Almeida: Pétur, Guttormur, Óskar, Eiríkur, Brynjar
Brad Pickett: Sigurjón, Högni

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 á Fight Pass en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2, aðfaranótt sunnudags, á Stöð 2 Sport.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular