Gunnar Nelson og Conor McGregor dvelja um þessar mundir í Los Angeles. Þar munu kapparnir dvelja þar til haldið er til Las Vegas þar sem UFC 194 fer fram.
Gunnar hefur dvalið í Dublin við æfingar síðan í október. Þar hefur hann æft með Conor McGregor og SBG liðinu undir handleiðslu John Kavanagh eins og svo oft áður.
Sjá einnig: Myndband – Gunnar og Conor æfa með Ido Portal
Nú eru þeir Gunnar, McGregor, Kavanagh og Artem Lobov mættir til Los Angeles þar sem lokaundirbúningurinn fyrir UFC 194 fer fram. Gunnar mætir Demian Maia á bardagakvöldinu á meðan Conor McGregor mætir Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins. Artem Lobov er í nýjustu seríu The Ultimate Fighter og má reikna með að hann berjist á úrslitakvöldinu sem fer fram daginn fyrir UFC 194.
UFC 194 fer fram 12. desember í Las Vegas.
John Kavanagh deildi þessari mynd á Twitter þar sem kapparnir taka létta æfingu á ströndinni í Los Angeles.
In the office with @TheNotoriousMMA @RusHammerMMA and @GunniNelson this morning pic.twitter.com/ZinYJkIkYC
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 24, 2015