spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar sá 9. fljótasti í heiminum til að fá svarta beltið

Gunnar sá 9. fljótasti í heiminum til að fá svarta beltið

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Vefsíðan Eastern Europe BJJ (BJJEE) birti á dögunum lista yfir þá fljótustu til að fá svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Í 9. sæti er Gunnar Nelson en það tók hann fjögur ár að ná svarta beltinu.

Í brasilísku jiu-jitsu eru fimm belti. Allir byrja með hvítt belti en svo kemur blátt, fjólublátt, brúnt og loks svart.

Það tekur að jafnaði 8-12 ár að fá svarta beltið í íþróttinni en til eru undantekningar þar sem einstaklingar fá svarta beltið á aðeins 3-4 árum. BJJEE birti listann yfir þá tíu fljótustu til að fá svarta beltið og eru þar mörg þekkt nöfn.

Gunnar Nelson er í 9. sæti en hann fékk svarta beltið frá Renzo Gracie árið 2009 eftir frábært gengi á ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims). Á þeim tíma var hann sá yngsti í Evrópu til að fá svarta beltið eða 21 árs. Það tók Gunnar aðeins fjögur ár að fá svarta beltið en fjórir aðrir á listanum voru einnig svartbeltingar eftir fjögur ár.

Listann má finna hér en þar má finna þekkt nöfn á borð við Kit Dale, Lloyd Irvin og BJ Penn. BJ Penn skipar efsta sæti listans en nánar má lesa um afrek hans hér. Á listanum má einnig finna Gabriel Moraes sem var heimsmeistari blábeltinga árið 2003 en ári síðar varð hann heimsmeistari svartbeltinga.

Listinn er eflaust ekki tæmandi og hugsanlega eru til aðrir svartbeltingar sem hafa fengið þennan heiður á svipuðum tíma en þetta eru þekktustu einstaklingarnir.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Það sem gerir þetta líka enn magnaðara hjá Gunna er að fyrstu tvo árin var hann eingöngu að æfa með okkur hérna heima. Þegar hann byrjaði að æfa þá hafði BJJ einungis verið stundað á Íslandi í ca. 2 ár, við vorum því sem næst byrjendur. Hann byrjaði svo að fara erlendis að æfa og tveimur árum eftir það var hann kominn með svarta beltið.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular