Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaGunnar talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum

Gunnar talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum

Gunnar Nelson er mjög sigurstranglegur fyrir bardagann gegn Takashi Sato að mati veðbanka. Veðbankar telja hann mun líklegri til sigurs heldur en Sato.

Gunnar Nelson mætir Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan í september 2019.

Þrátt fyrir langa fjarveru er Gunnar mun sigurstranglegri hjá veðbönkum. Stuðullinn á Gunnar er frá 1,21 til 1,25 hjá hinum ýmsu veðbönkum en Sato er í kringum 4 til 4,60 samkvæmt Best Fight Odds.

Stuðullinn á Gunnar er með þeim lægstu á bardagakvöldinu ásamt Paddy Pimblett, Nate Wood og Ilia Topuria. Hann er því einn af þeim líklegustu til að ná sigri á laugardaginn að mati veðbanka.

Bardaginn verður í beinni á Viaplay og hefst bardagakvöldið kl. 20:00 á íslenskum tíma.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular