
Gunnar Nelson er mjög sigurstranglegur fyrir bardagann gegn Takashi Sato að mati veðbanka. Veðbankar telja hann mun líklegri til sigurs heldur en Sato.
Gunnar Nelson mætir Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan í september 2019.
Þrátt fyrir langa fjarveru er Gunnar mun sigurstranglegri hjá veðbönkum. Stuðullinn á Gunnar er frá 1,21 til 1,25 hjá hinum ýmsu veðbönkum en Sato er í kringum 4 til 4,60 samkvæmt Best Fight Odds.
Stuðullinn á Gunnar er með þeim lægstu á bardagakvöldinu ásamt Paddy Pimblett, Nate Wood og Ilia Topuria. Hann er því einn af þeim líklegustu til að ná sigri á laugardaginn að mati veðbanka.
Bardaginn verður í beinni á Viaplay og hefst bardagakvöldið kl. 20:00 á íslenskum tíma.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023