Dana White, forseti UFC, sagði fyrr í kvöld að handtökuskipun á hendur Conor hafi verið gefin út af lögreglunni í New York. Þá fær Artem Lobov ekki að keppa á laugardaginn eftir sinn þátt í látunum.
Conor McGregor mætti óvænt til New York í dag í lok fjölmiðladagsins á UFC 223. Conor lét illum látum og veittist að rútu með UFC bardagamenn innanborðs. Talið er að hann hafi reynt að komast að Khabib Nurmagomedov sem mætir Max Holloway á laugardaginn um léttvigtartitilinn. Í látunum í dag fékk Michael Chiesa, sem mætir Anthony Pettis á laugardaginn, skurð. Nú hefur Dana White sagt að handtökuskipun hafi veirð gefin út á hendur Conor McGregor og getur flugvélin hans ekki yfirgefið New York.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018
Dana White said warrant is out for Conor McGregor’s arrest. His plane can’t leave New York.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018
Artem Lobov, liðsfélagi Conor, fær ekki að berjast við Alex Caceres á laugardaginn eins og til stóð fyrir sinn þátt af átökunum. Conor kom til New York til að styðja Lobov og nú fær sá síðarnefndi ekki að berjast á laugardaginn.
Dana White confirmed Michael Chiesa suffered an injury, cuts to the face, and is in the hospital. Artem Lobov has been pulled from UFC 223, per White, as he was apparently part of the crew that stormed the building.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018
Dana White: “What happened today was criminal, disgusting and it makes me sick.”
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) April 5, 2018
Was just with Dana White. Called it the most despicable thing in UFC history. I asked him if he wants to be in business with Conor McGregor anymore, he said, would you?
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018