Islam Makhachev mun ekki berjast á UFC 254 eins og til stóð. Tony Ferguson og Michael Chandler komu til greina en þeir sögðu nei takk.
Islam Makhachev átti að mæta Rafael dos Anjos á UFC 254 í næstu viku. Dos Anjos fékk hins vegar kórónuveiruna í síðustu viku og þurfti að draga sig úr bardaganum.
UFC reyndi að fá andstæðing fyrir hann en það hefur ekki tekist.
One other news item @danawhite told me today is that @MAKHACHEVMMA is not going to fight at #UFC254 Couldn't get him an opponent, so it will be a five-fight main card.
— Kevin Iole (@KevinI) October 14, 2020
Ali Abdelaziz bauðst til að bjóða Tony Ferguson 100.000 dollara úr eigin vasa ef Ferguson myndi samþykkja bardagann og svo aðra 100.000 dollara ef honum tækist að vinna Makhachev. Ferguson neitaði þessum „mútugreiðslum“ Abdelaziz eins og hann orðaði það.
🖕🤓 Fuck Your Bribe Lowlife. Tell Your Client On Instagram @khabib_nurmagomedov (Since You Run His Twitter Account) # HeOwesMe200Kand20Pushups ‘Merica MF # 🇺🇸🏆🇲🇽 pic.twitter.com/Xpnj8THtyq
— Tony Ferguson (@TonyFergusonXT) October 13, 2020
Khabib reyndi meira að segja að sannfæra Ferguson um að mæta liðsfélaga sínum: „Hann getur komið á bardagaeyjuna og barist við Islam. Islam er á sex bardaga sigurgöngu, hann er næstum því á topp 10. Af hverju ekki? Af hverju vill hann ekki taka þennan bardaga? UFC mun borga honum vel. Ali Abdelaziz mun gefa honum 100.000 dollara líka. Ef hann vinnur getur hann kannski barist um titilinn. En ég held að hann sé búinn,“ sagði Khabib við ESPN.
Fyrrum Bellator meistarinn Michael Chandler samdi nýlega við UFC en hann verður varamaður fyrir titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje á UFC 254. Makhachev reyndi að sannfæra Chandler um að berjast við sig.
RDA is out 😑 yo @MikeChandlerMMA here’s your chance to jump on the Island #UFC254
— Makhachev Islam (@MAKHACHEVMMA) October 9, 2020
Chandler sagðist þó ekki vita hver Makhachev er og vill bara berjast við þá allra bestu í flokknum, þ.e. Tony Ferguson eða Dustin Poirier. Makhachev reyndi einnig að fá Dan Hooker til að berjast við sig en Hooker sagðist ekki vera í „einhverju gjafastússi eins og jólasveinninn“.
Makhachev er einn af aðal æfingafélögum Khabib og er kominn á bardagaeyjuna þar sem UFC 254 fer fram. Hann hefur unnið sex bardaga í röð og átti að fá stóran bardaga gegn dos Anjos. Hann þarf því að bíða lengur eftir stóra tækifærinu sínu.