spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJames Gallagher: Conor mun slátra Diaz

James Gallagher: Conor mun slátra Diaz

Í öðrum hluta viðtals okkar við James Gallagher ræddum við m.a. um bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem fram fer í kvöld.

James Gallagher er meðvitaður um að MMA bransinn snýst ekki bara um að berjast vel heldur líka um að skemmta. Hann setur upp ákveðna ímynd af sér á samfélagsmiðlum sem er ólík framkomu hans dags daglega.

Sjá einnig: James Gallagher – Geri hvað sem er til að komast á toppinn

Hinn 19 ára James er á góðum samningi við Bellator og virðist hafa það mjög fínt miðað við marga jafnaldra sína. Hann er þó ákveðinn í að ná enn lengra enda ætlar hann að verða bestur í heiminum.

James er auðvitað spenntur fyrir bardaga æfingafélaga síns, Conor McGregor, í kvöld er hann mætir Nate Diaz. James hefur verið í sömu þolþjálfun og Conor og segir hann að það hafi breytt miklu fyrir sig og Conor auðvitað líka. James er sannfærður um að Conor muni slátra Nate Diaz í þetta sinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular