spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJón Viðar: Vitum ekki af hverju Bjarki Þór fékk nýjan andstæðing

Jón Viðar: Vitum ekki af hverju Bjarki Þór fékk nýjan andstæðing

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Þrír sigrar í þremur bardögum komu í hús hjá íslensku bardagamönnunum í Liverpool í gær. Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis er með í för og fengum við aðeins að heyra af strákunum.

Þeir Bjarki Þór Pálsson, Egill Øydvin Hjördísarson og Bjarki Ómarsson börðust á Shinobi War 8 bardagakvöldinu í Liverpool í gær.

Bjarki Þór sigraði sinn fyrsta atvinnubardaga eftir aðeins 23 sekúndur. Við fengum fregnir af því að Bjarki Þór hefði fengið nýjan andstæðing skömmu fyrir bardagann en upphaflega átti Bjarki Þór að mæta Adam Szczepaniak. Szczepaniak hefur eflaust hætt við en andstæðingur Bjarka var samt kynntur sem Adam Szczepaniak.

„Við vitum í raun ekki hvað gerðist. 30 mínútum fyrir bardagann var kominn nýr andstæðingur og Bjarki Þór allt í einu að mæta öðrum gæja. Eina sem við vitum er að hann hét Mike. Kannski vildi hinn ekki mæta, ég veit það ekki,“ segir Jón Viðar.

Bjarki Þór fór létt með nafnlausa andstæðinginn en fagnaði þó ekki mikið. „Hann var pínu pirraður. Honum fannst andstæðingurinn ekki það góður og hann vildi fá meira stríð.“

Bjarki Þór hefur beðið lengi eftir sínum fyrsta atvinnubardaga og var þetta því kannski öðruvísi reynsla en hann bjóst við. Shinobi bardagasamtökin hafa þó lofað honum öðrum atvinnubardaga á þeirra næsta kvöldi sem fer fram í nóvember.

Egill Hjördísarson sigraði Will Jones eftir dómaraákvörðun í hörku bardaga. Báðir bardagamenn voru orðnir þreyttir í annarri lotu en Egill átti meira eftir og náði að vinna þriðju lotuna. „Egill var gjörsamlega búinn og fékk blóðsykursfall í miðjum bardaganum. Hann var máttlaus og lá í 30 mínútur á gólfinu eftir bardagann, alveg búinn á því. Hann er með það gott úthald að hann er ekki vanur því að vera svona þreyttur. Hann ætlar að skoða aðeins mataræðið fyrir næsta bardaga til að lenda ekki þessu aftur.“

Bjarki Ómarsson átti einnig frábæra frammistöðu og sigraði Rob Zabitis eftir dómaraákvörðun í fimm lotu bardaga. „Bjarki hefði viljað standa meira á móti honum en þeir enduðu alltaf í clinchinu þar sem hinn var alltaf að pressa á hann. Þeim langaði öllum að boxa meira en það gekk ekki eftir og enduðu alltaf í clinchinu.“

Strákarnir tóku því rólega í gær enda þreyttir eftir langan dag en fengu sér smá hamborgara fyrir svefninn. „Það var búið að loka öllu þegar þetta kláraðist og það eina sem var opið var Burger King. Við fáum okkur svo alvöru steik í London í kvöld og fögnum,“ sagði Jón Viðar að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular