spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Evrópumótið

Leiðin að búrinu: Evrópumótið

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í næstu viku munu átta Íslendingar keppa á Evrópumeistaramóti áhugmanna í MMA. Mótið fer fram í Birmingham og er okkar fólk tilbúið.

Íslendingarnir átta koma öll úr röðum Mjölnis. Þetta eru þau Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Egill Øydvin Hjördísarson, Bjartur Guðlaugsson og Pétur Jóhannes Óskarsson. Egill kemur í stað Þóris Sigurðarsonar sem meiddist.

Hér að neðan má sjá Leiðina að búrinu þar sem keppendur tala um mótið, hópinn og þessa reynslu sem er framundan.

„Þetta mót er aðeins öðruvísi en flest önnur mót sem við höfum farið á þar sem menn geta fengið allt upp í fjóra jafnvel fimm bardaga á þessum fjórum dögum. Þetta verður gríðarleg reynsla, og góð reynsla, fyrir liðið okkar. Og að sjálfsögðu ætlum við að slátra þessu móti,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis.

Jón Viðar verður með í för sem og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðs Mjölnis. Hægt verður að sjá bardagana eftir á á Fight Pass rás UFC en mótið fer fram dagana 19. til 22. nóvember.

*Athugið – Það getur verið að Youtube leyfi ekki spilun á myndbandinu í símum. Þeir sem eru í símum geta skoðað myndbandið frá Vimeo neðst.

Vimeo:

Leiðin að búrinu: Evrópumótið from MMA fréttir on Vimeo.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular