spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov á sunnudaginn. Hér er Leiðin að búrinu fyrir bardagann mikilvæga.

Bardaginn fer fram á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam á sunnudaginn. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars eftir tapið erfiða gegn Demian Maia. „Bardaginn gegn Demian Maia fór ekki eins og ætlað var en stundum er það bara svoleiðis. Mér leið nátturulega ekki vel í bardaganum en það er bara að taka á því sem maður vill bæta og þetta camp er búið að vera frábært og ég er bara að horfa fram á við,“ segir Gunnar m.a. um bardagann erfiða.

Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og lítur á þetta sem erfiða áskorun. „Ég í rauninni lýt á allt sem fer fyrir mig sem bara áskorun. Hvað sem það er, þá eru þetta bara hlutir til að komast yfir, læra inn á og allt í raun tækifæri fyrir þig til þess að verða betri. Og í þessu tilfelli betri í minni íþrótt, betri bardagaíþróttamaður. Ég get ekki séð að þetta eigi að breyta hugarfarinu mínu um hversu langt ég ætla mér. Ég ætla bara að halda áfram. Ég hef alltaf sagt að ég ætla að fara alla leið og það hefur ekkert breyst.“

„Hvað sem fer fyrir veginn eða hversu djúpar sem holurnar eru, það er ekkert endilega fyrir þitt að ráða. Bara að finna leiðir til að komast upp úr þeim og halda áfram að læra að því.“

Leiðina að búrinu má sjá hér að neðan.

Við minnum lesendur á að fylgja okkur á Snapchat undir notendanafninu mmafrettir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular