spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Rodriguez vs. Caceres

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Rodriguez vs. Caceres

yair rodriguezUFC Fight Night: Rodriguez vs. Caceres fór fram í Salt Lake City um helgina en borgin er í um 1,3 km hæð yfir sjávarmáli sem getur haft mikil áhrif á úthald. Kvöldið var af minni gerðinni en það var engu síður fullt af spennandi bardögum.

Aðalbardagi kvöldsins var keppni í frumleika. Yair Rodriguez og Alex Cacares skiptust á snúningsárásum en það var fljótlega ljóst að það er klassamunur á þessum mönnum. Rodriguez sigraði nokkuð örugglega á stigum (þrátt fyrir furðulega klofinn úrskurð dómara) og er sennilega framtíðarstjarna í UFC, sérstaklega í Mexíkó. Þessi bardagi var mikilvægur fyrir Rodriguez þar sem hann þurfti að sigrast á eigin þreytu og fara fimm erfiðar lotur á móti klókum andstæðingi. Brjálaði bardagastíll hans er eitthvað sem allir verða að sjá svo það verður spennandi að sjá hverjum hann mætir næst í fjaðurvigt.

Dennis Bermudez gerðist skurðlæknir í skemmtilegum bardaga gegn Rony Jason. „Ground and pound“ olnbogar Bermudez voru svaðalegir og það vara unun að sjá hversu vel hann náði að flæða úr einu í annað í bardaganum. Bermudez er klárlega á uppleið í fjaðurvigt og gæti hugsanlega mætt Yair Rodriguez næst.

Cris Camozzi hlýtur að hafa fengið „flashback“ frá Jacare Souza bardögunum þegar hann lenti í mannlega kviksyndinum sem kallast Thales Leites. Greyið Camozzi er góður þegar hann er ekki að berjast við brasilíska Jiu-Jitsu svartbeltinga og mun sennilega aldrei komast nálægt toppnum í millivigt þar sem annar hver maður er glímuskrímsli.

Mjög spennandi bardagi var í veltivigt á milli góðkunningja íslendinga, Zak Cummings, og Santiago Ponzinibbio. Báðir voru grjótharðir og skiptust á höggum í miðju búrinu nánast allan tímann. Munurinn á þessum tveimur var hreyfanleiki og handahraði Ponzinibbio sem sigraði bardagann á stigum. Ponzinibbio hefur nú unnið þrjá bardaga í röð og ætti að komast fljótlega í stóra bardaga. Það er ekki óhugsandi að hann verði framtíðar andstæðingur fyrir okkar mann, Gunnar Nelson.

Margra augu voru á hinum ósigraða Joseph Gigliotti sem þreytti frumraun sína í átthyrningnum gegn Trevor Smith. Gigliotti tapaði nokkuð illa en sýndi þó hörku og kraft. Kannski má skrifa þetta tap á stress en það er ekki útlit fyrir að Gigliotti komi sér í toppbaráttuna í nánustu framtíð.

Fyrr um kvöldið voru nokkrir markverðir bardagar sem verður að minnast á. Court McGee nældi sér í góðan sigur gegn Dominique Steele. McGee vann 11. seríu af The Ultimate Fighter en hefur ekki náð að koma sér í toppbaráttuna í tíu bardögum í UFC. McGee er þó aðeins 31 árs gamall og á sennilega nóg eftir. Það kæmi ekki á óvart að sjá hann í topp 15 á næstu 12 mánuðum.

Cub Swanson tók hættulegan bardaga gegn Tatsuya Kawajiri sem er skráður níu sætum neðar en hann á styrkleikalista UFC. Swanson lenti í vandræðum á gólfinu en rétt náði að merja fram sigur á lokametrunum. Swanson hefur lent í vandræðum gegn þeim allra bestu en vinnur alla aðra. Spurningin er því, eru það örlög hans eða mun hann einhvern tímann rísa upp og grípa beltið?

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular