Gunnar Nelson er staddur í Los Angeles um þessar mundir þar sem lokaundirbúningur hans fyrir UFC 194 fer fram. Hann svaraði spurningum blaðamanna á sérstökum fjölmiðlahádegisverði ásamt Artem Lobov í gær.
Gunnar mætir Demian Maia á UFC 194 í næstu viku. Gríðarleg eftirvænting ríkir eftir bardaganum en á sama kvöldi berst Conor McGregor við Jose Aldo.
Artem Lobov var í 22. seríu The Ultimate Fighter sem er í sýningu um þessar mundir. Lobov kemur frá SBG liðinu og hefur því lengi æft með McGregor og Gunnari.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023