Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz fær 50.000 dollara sekt fyrir flöskukaststríðið

Nate Diaz fær 50.000 dollara sekt fyrir flöskukaststríðið

nate diazNate Diaz var fyrr í dag sektaður um 50.000 dollara af NAC fyrir sinn þátt í flöskukaststríðinu með Conor McGregor í aðdraganda UFC 202.

NAC, Nevada Athletic Commission, sektar Diaz um 2,5% launa hans frá UFC 202 sem nemur 50.000 dollurum (5,7 milljónir íslenskra króna).

Allt varð vitlaust á blaðamannafundi fyrir UFC 202 þegar þeir Nate Diaz og Conor McGregor byrjuðu að kasta flöskum í átt að hvor öðrum. Í október var Conor McGregor einnig sektaður um 2,5% af launa sinna frá UFC 202 fyrir sinn þátt í látunum en hann ætlar ekki að sætta sig við sektina þegjandi og hljóðalaust.

Nate Diaz mun einnig þurfa að skila af sér 50 klukkutímum í samfélagsþjónustu.

Það var nóg að gerea hjá NAC í dag en íþróttasambandið gaf Brock Lesnar eins árs bann eftir að hann féll á lyfjaprófi fyrir UFC 200 í sumar. Lesnar þarf að greiða 250.000 dollara (28,7 milljónir íslenskra króna) í sekt og þá hefur sigurinn hans á Mark Hunt verið dæmdur ógildur (e. no contest). Lesnar féll á tveimur lyfjaprófum í kringum UFC 200 þar sem estrógen hindrar fundust í lyfsýni hans.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular