spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNicco Montano svipt fluguvigtartitlinum

Nicco Montano svipt fluguvigtartitlinum

Dana White, forseti UFC, sagði í gærkvöldi að fluguvigtartitill kvenna sé nú laus. Nicco Montano hefur verið svipt titlinum og er því engin með beltið í nýjasta þyngdarflokki UFC.

Fluguvigt kvenna var sett á laggirnar í fyrra með nýrri seríu The Ultimate Fighter. 16 konur börðust um að verða fyrsti fluguvigtarmeistari kvenna í UFC og stóð Nicco Montano uppi sem sigurvegari. Montano hefur verið mikið meidd síðan þá en fyrsta titilvörn hennar átti að vera í kvöld gegn Valentinu Shevchenko.

Í gærmorgun var hún hins vegar flutt upp á sjúkrahús vegna nýrnavandamála sem komu upp í niðurskurðinum og verður því enginn titilbardagi í fluguvigt í kvöld. UFC hefur því svipt hana titlinum og er hún ekki lengur fluguvigtarmeistari kvenna.

Shevchenko mun að öllum líkindum berjast í titilbardaganum sem UFC setur upp í flokknum en óvíst er hver andstæðingur hennar verður að þessu sinni. Vonir standa til að bardaginn fari fram á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular