spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 195

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 195

ufc 195 lawler conditÁrið 2016 ætlar að byrja ansi vel en UFC 195 fer fram í kvöld. Bardagakvöldið er hlaðið skemmtilegum bardagamönnum og stefnir allt í ansi gott kvöld.

  • Stríð: Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robbie Lawler og Carlos Condit. Það er ekki fræðilegur möguleiki á að þetta verði leiðinlegur bardagi. Þarna mætast stálin stinn, tveir grjótharðir bardagamenn sem gera allt sem þeir geta til að klára bardagann. Samanlagt hafa þeir sigrað 45 bardaga með rothöggi. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta verði stórskemmtilegt stríð í nótt. Ekki láta þennan bardaga framhjá þér fara!

carlos condit bloody

  • Þungavigtin minnir á sig: Það er ekki oft sem tveir topp fimm þungavigtarmenn eigast við en á morgun mætast þeir Stipe Miocic og Andrei Arlovski. Sigurvegarinn verður kominn í ansi mikilvæga stöðu í titilbaráttunni.
  • Annað stríð! Þeir Albert Tumenov og Lorenz Larkin mætast í gríðarlega spennandi veltivigtarslag. Báðir eru þeir stórskemmtilegir „strikerar“ sem leitast eftir rothögginu. Þessi bardagi er ekki ósvipaður aðalbardaga kvöldsins þar sem báðir munu reyna að rota hinn. Þessi bardagi gæti auðveldlega orðið besti bardagi kvöldsins.
albert tumenov
Tumenov í sínum síðasta bardaga.
  • Ekki gleyma Ortega-Brandao: Þetta er enn einn bardaginn sem gæti orðið gríðarlega skemmtilegur. Brian Ortega er ósigraður í UFC og hafa bardagar hans verið virkilega skemmtilegir. Diego Brandao er ekki þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum og talaði nýlega um að hann hafi fundið eldmóðinn og ástríðuna aftur fyrir íþróttinni.
  • Michael McDonald snýr aftur: Hinn 24 ára Michael McDonald hefur ekkert barist í tvö ár vegna meiðsla. Hann snýr nú aftur í kvöld og mætir Masenori Kanehara. McDonald er á góðum degi einn fremsti bantamvigtarmaður veraldar og verður gaman að sjá hann loksins aftur í búrinu.
  • Loksins fáum við Duffy gegn Poirier: Þeir Dustin Poirier og Joseph Duffy berjast í kvöld og er bardaginn aðeins þriðji bardagi kvöldsins. Áhorfendur ættu því að kveikja á UFC sem fyrst til að missa ekki af þessum frábæra bardaga. Upphaflega áttu þeir að mætast á bardagakvöldinu í Dublin í október en Duffy þurfti að draga sig úr bardaganum aðeins nokkrum dögum fyrir bardagann.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:30 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular