Thursday, March 28, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 198

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 198

UFC 198 fer fram í Brasilíu núna um helgina. Kvöldið er drekkhlaðið af frábærum bardögum svo það er algjör veisla framundan. Förum yfir þetta helsta.

  • Ferskur titilbardagi í þungavigt: Það er fagnaðarefni í hvert sinn sem barist er um titilinn í þungavigt einfaldlega vegna þess að það gerist svo sjaldan. Hér fáum við tvo af þeim bestu í þyngdarflokknum sem hafa aldrei mæst áður. Meistarinn Fabricio Werdum hefur bætt sig mikið standandi en er auk þess margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Stipe Miocic er með þungar hendur og bakgrunn í glímu og hnefaleikum. Á pappír er þetta nokkuð jafn bardagi þó svo að veðbankar hallist að meistaranum. Þessi verður spennandi.

Werdum-Miocic

  • Brasilískt einvígi: Bardagi Ronaldo „Jacare“ Souza og Vitor Belfort er sá sem margir eru spenntastir fyrir og ekki af ástæðulausu. Jacare tapaði mjög jöfnum bardaga gegn Yoel Romero í hans síðasta bardaga en vann átta bardaga þar áður. Belfort þarf ekki að kynna – þegar hann er upp á sitt besta er hann algjört skrímsli en spurningin er hvaða útgáfu af honum við fáum í þetta skipti.
  • Loksins berst Cyborg í UFC: Árum saman hefur Cris Cyborg verið viðkurkennd sem ein besta MMA bardagakona í heimi. Því miður var hún alltaf aðeins of þung til að geta mætt Rondu Rousey en í þessum bardaga verður hún fimm pundum yfir bantamvigt. Cyborg er ruddi í búrinu og það er alveg einstök ánægja að sjá hana leika listir sínar í átthyrningnum.

cyborg

  • Demian Maia gegn Matt Brown: Hvað er hægt að segja um þennan bardaga? Matt Brown bað um hann sem gerir hann að hetju í okkar bókum. Mun Maia rúlla yfir Brown eða nær „The Immortal“ að halda bardaganum standandi og refsa Brasilíumanninum? Sigri Maia verður erfitt að neita honum um titilbardaga.
  • Fleiri nöfn hér og þar: Á þessu kvöldi eru kunnugleg nöfn í nánast hverjum einasta bardaga. Við fáum meðal annarra „Shogun“ Rua, Nate Marquardt, John Lineker, „Lil Nog“ og Patrick Cummins. Eins og áður var sagt, veisla!

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 og verður á Fight Pass rás UFC. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular