spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC: Bisping vs. Kennedy

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: Bisping vs. Kennedy

ufn_bisping_vs_kennedy

Það er stutt stund milli stríða hjá UFC þessa dagana. Annað kvöld fara fram úrslitabardagarnir í TUF Nations: Canada vs. Australia þar sem Micheal Bisping og Tim Kennedy mætast í aðalbardaga kvöldsins. Um páskahelgina er svo frábært UFC on Fox kvöld þar sem Fabricio Werdum og Travis Browne mætast. Margir gætu verið að gleyma UFC bardögunum annað kvöld en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á bardagana annað kvöld.

  • Tim Kennedy fær sinn erfiðasta andstæðing til þessa í UFC: Tim Kennedy hefur komið skemmtilega á óvart í báðum UFC bardögum sínum hingað til. Hann sigraði Roger Gracie með yfirburðum og rotaði svo Rafael Natal en tekst nú á við Michael Bisping. Menn biðu í röðum eftir að fá að berjast við Bisping en Kennedy var sá heppni (eða hvað?). Kennedy og Bisping hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og er spurning hvor nær að standa við stóru orðin annað kvöld.
  • Lýkur deilu þeirra eftir bardagann? Eins og áður hefur komið fram hafa þeir Bisping og Kennedy átt í miklum deilum á samfélagsmiðlum og lét Bisping Kennedy heyra það á blaðamannafundinum fyrr í vikunni. Það er þó spurning hvort að þeir muni halda áfram deilu sinni eftir bardagann eða grafa stríðsöxina eins og algengast er. Meira að segja Rashad Evans og “Rampage” Jackson sættust og féllust í faðma eftir bardaga þeirra. Einhverjir vilja meina að séu illindin í alvöru til staðar en ekki bara til að kynna bardagann þá munu þeir ekki sættast og verður því áhugavert að sjá hvað gerist eftir bardagann.
  • Landsliðsmaður í júdó er í úrslitunum: Olivier Aubin-Mercier berst gegn Chad Laprise í úrslitabardaga veltivigtarflokksins í TUF: Nations. Aubin-Mercier er fyrrum landsliðsmaður í júdó fyrir hönd Kanada og er einnig brúnt belti í BJJ. Hann er 4-0 og hefur sigrað alla bardaga sína eftir “rear naked choke” í fyrstu lotu. Hann mætir Chad Laprise sem er 7-0 og á tvo sigra að baki í Bellator. Laprise er með hraðar hendur og ágætis fótavinnu og ætlar sér sennilega að halda bardaganaum standandi.
  • Hnífjafn millivigtarbardagi: Í úrslitum í millivigtinni mætast þeir Sheldon Westcott og Elias Theodorou. Báðir bardagamenn koma frá litlum bardagaklúbbum, hafa svipaða reynslu og hvorugur var með bakgrunn í bardagaíþróttum áður en þeir byrjuðu í MMA. Theodorou er líklegast betri “striker” en Westcott er árásargjarnari. Theodorou hefur verið að æfa hjá Tiger Muay Thai í Tælandi undanfarið og það verður gaman að sjá hvort það gefi honum forskot annað kvöld.
  • Frábær bardagi í fjaðurvigtinni: Það kemur eflaust einhverjum á óvart að Dustin Poirier skuli mæta Akira Corassani þar sem Poirier er í 6. sæti í fjaðurvigtinni í UFC á meðan Corassani er ekki einu sinni á topp 15. Það breytir því ekki að allir bardagar Poirier eru frábær skemmtun og ætti þessi bardagi ekki að vera nein undantekning.

Það má þó ekki gleyma því að þjálfarar seríunnar, Kyle Watson og Patrick Cote, mætast í næst síðasta bardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular