spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentOg þá var eftir einn - Jose Aldo

Og þá var eftir einn – Jose Aldo

Fyrir UFC 129 í desember 2011 voru allir þáverandi UFC meistararnir samankomnir á sérstakan aðdáendaviðburð. Aðeins einn af þessum sjö meisturum er ennþá meistari, fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo.

Á myndinni eru þeir Cain Velasquez (þungavigt), Jon Jones (léttþungavigt), Anderson Silva (millivigt), Georges St. Pierre (veltivigt), Frankie Edgar (léttvigt), Jose Aldo (fjaðurvigt) og Dominick Cruz (bantamvigt) samankomnir. Þeir voru allir ríkjandi meistarar en hafa nú allir misst titlana sína nema Jose Aldo.

Cain Velasquez tapaði fyrir Fabricio Werdum um helgina, Jon Jones var sviptur titlinum fyrr á árinu, Anderson Silva tapaði titlinum til Chris Weidman í júlí 2013, Georges St. Pierre yfirgaf UFC í desember 2013, Frankie Edgar tapaði léttvigtarbeltinu til Benson Henderson í febrúar 2012 og Dominick Cruz var sviptur titlinum í janúar 2014. Jose Aldo er því eini meistarinn sem stendur eftir.

Eigandaskiptin hafa svo verið enn algengari á síðustu mánuðum. Frá því í desember 2014 höfum við fengið nýja meistara í veltivigt (Robbie Lawler), léttvigt (Rafael dos Anjos), léttþungavigt (Daniel Cormier), þungavigt (Fabricio Werdum) og strávigt kvenna (Joanna Jędrzejczyk).

Jose Aldo mun verja fjaðurvigtarbelti sitt gegn Conor McGregor þann 11. júlí á UFC 189. Tapi hann beltinu verður hann síðasti meistarinn frá þessari frægu mynd til að tapa beltinu.

ufc meistarar 2011

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular