spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 235

Spá MMA Frétta fyrir UFC 235

UFC 235 fer fram í nótt og er bardagakvöldið ansi spennandi. Tveir titilbardagar eru á dagskrá en líkt og fyrir öll stóru kvöldin hjá UFC birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Anthony Smith

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er bara eins og í gamla daga þegar Jon Jones var að mæta einhverjum á nokkra mánaða fresti og maður var bara 99% viss um að þarna yrði öruggur sigur Jon Jones. Anthony Smith er fínasti drengur og á marga flotta sigra en Jon Jones er á einhverju allt öðru leveli. Smith er með höggþunga en Jon Jones hefur aldrei vankast einu sinni í UFC og er því erfitt að sjá Smith ná einhverju á hann sem Lyoto Machida, Rampage Jackson, Daniel Cormier, Vitor Belfort, Alexander Gustafsson, Glover Teixeira og fleirum tókst ekki að gera. Ég held að Jones muni bara nota fellurnar sínar til að gera þetta eins auðvelt fyrir sig og hann getur. Jones tekur hann niður í 1. lotu og neglir hann með nokkrum olnbogum en Smith lifir af. Jones gerir svo það sama í 2. lotu en klárar þetta með hengingu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég dáist að því hvað Anthony Smith kemur kokhraustur inn í þennan bardaga. Segist vera skítsama um það að Jones sé að djúsa og hann sé bara kominn til að hirða titilinn. Því miður fyrir hann held ég að það sé engin innistæði fyrir því. Ég held að Juicy Jon sé betri allstaðar og sigri þennan bardaga örugglega. Smith þreytist í þriðju og Jones klárar hann í fjórðu með ground and pound.

Óskar Örn Árnason: Ég er mikill aðdáandi Smith en sé ekki að hann geti átt möguleika gegn Jones. Bones virðist vera á góðum stað, held að hann taki þetta öruggt, takedown og uppgjafartak í annarri lotu.

Jon Jones: Pétur, Guttormur, Óskar
Anthony Smith: ..

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Kamaru Usman

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er mun meira spennandi bardagi en aðalbardaginn en skemmtanagildið verður kannski ekki endilega jafn mikið. Woodley og Usman búa yfir mörgum af sömu hæfileikum en munurinn er sá að Woodley er líklegri til að klára bardagann. Mér finnst ólíklegt að Usman, sem hefur klárað aðeins tvo af níu sigrum sínum í UFC, sé að fara að meiða Woodley eitthvað mikið. En það sem Usman hefur fram yfir Woodley eru fleiri högg þó höggin séu ekki endilega þung. Ég gæti alveg séð fyrir mér Usman hanga á Woodley, gefa honum létt koddahögg sem meiða ekki mikið en skora stig og þannig vinna eftir klofna dómaraákvörðun. Ég er samt alltaf að tippa gegn Woodley og ætla að hætta því. Segi að Woodley klári þetta með bombu í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Frábært matchup og bardagi sem ég held að verði mjög taktískur. Vonum bara að hann verði meira spennandi en það sem Woodley hefur boðið okkur upp á undanfarið. Ég hef á tilfinningunni að við fáum að sjá nýjan veltivigtarmeistara og hefur lengi grunað að Usman væri efni í meistara. Nú fær hann tækifærið og sigrar Woodley eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Usman virðist vera aðeins lakari spegilmynd af Woodley. Ef bardaginn dregst gæti úthald Usman komið honum mjög langt en ég held samt að Woodley taki þetta á stigum.

Tyron Woodley: Pétur, Óskar
Kamaru Usman: Guttormur

Veltivigt: Robbie Lawler gegn Ben Askren

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður geggjað! Ég þoldi eiginlega ekki Ben Askren einu sinni þar sem mér fannst svo pirrandi að hlusta á hann kalla sig besta veltivigtarmann heims á meðan hann var að vinna gæja eins og Nikolay Aleksakhin og Agilan Thani sem öllum er sama um. En núna er hann kominn í UFC og mikið er ég spenntur! Getur hann unnið topp bardagamann í UFC eða mun hann liggja kylliflatur eftir bombu frá Lawler? Ég held að Askren noti funky stílinn sinn og liggi á Lawler allar þrjár loturnar. Eins gaman og það er að sjá Lawler upp á sitt besta held ég að bestu dagar hans séu taldir og Askren mun standa uppi sem sigurvegari.

Guttormur Árni Ársælsson: Frábær bardagi sem mun sýna okkur úr hverju Askren er gerður. Lawler gæti vel rotað hann en ég hef á tilfinningunni að Lawler sé kominn á seinasta snúning og Askren nái þessu í gólfið. Askren sigrar með fellum og top control eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Það er mikil pressa á Askren að sigra og Lawler er ekki beint léttur fight. Ég held samt að þetta verði klassísk Askren glímukennsla, Askren næ svo að klára með ground and pound í þriðju.

Robbie Lawler: ..
Ben Askren: Pétur, Guttormur, Óskar

Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Weili Zhang

Pétur Marinó Jónsson: Þoli ekki Teciu Torres. Hún hefur getuna til að bjóða upp á skemmtileg tilþrif en þess í stað reynir hún að vinna á minnsta mögulega mun með því að hanga á andstæðingum upp við búrið og gera eins lítið og hægt er. Það er alltaf óþolandi en er sérstaklega pirrandi í tilviki Torres þar sem  mér finnst eins og hún gæti alveg gert miklu meira! Weili Zhang er hálfgerð andstæða enda vön að klára bardaga sína. Ég hef mjög gaman af henni en þar sem ég er svo nátturulega svartsýnn þá held ég að Torres taki þetta. Þó Torres sé ekki með skemmtilegan stíl má ekki taka það af henni að hún hefur bara tapað fyrir þeim allra bestu (Joanna Jedrzejczyk, Jessica Andrade og Rose Namajunas). Torres tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Torres er decision drottingin, 15 af 16 sigrum eftir dómaraákvörðun. Það breytist ekki í þessum bardaga. Torres með sigur eftir dómarákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Zhang er mjög efnileg en ég held að reynslan muni skila sér hjá Torres í þessum bardaga. Torres á stigum.

Tecia Torres: Pétur, Guttormur, Óskar
Wheili Zhang: ..

Bantamvigt: Cody Garbrandt gegn Pedro Munhoz

Pétur Marinó Jónsson: Þessi er geggjaður! Cody Garbrandt er í erfiðri stöðu enda með tvö töp í röð gegn ríkjandi meistara, TJ Dillashaw. Það verður erfitt fyrir hann að fá annan titilbardaga á meðan TJ er meistari en á meðan þarf Cody bara að safna sigrum. Ég held að hann muni byrja á því í kvöld. Munhoz er mjög skemmtilegur og með eitt besta guillotine-ið í bransanum og gæti maður alveg séð Cody taka ranga ákvörðun og fara að glíma við hann. Sem betur fer eru Team Alpha Male þó allir góðir í guillotine sjálfir og ætti hann að kunnast að verja því ágætlega. Munhoz hefur aftur á móti verið að bæta sig mikið standandi og ég held að hann vilji leika sér með nýja dótið sitt og standa með Cody. Það er slæm hugmynd og mun Cody Garbrandt rota hann í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Flottur fyrsti bardagi sem Garbrandt ætti þó að taka nokkuð örugglega. TKO frá Garbrandt í 2. lotu

Óskar Örn Árnason: Munhoz er seigur og hefur litið frábærlega út undanfarið. Spurningin er hvernig sjálfstraust Cody er þessa dagana. Ég ætla að taka sénsinn á Munhoz, segi TKO í fyrstu lotu.

Cody Garbrandt: Pétur, Guttormur
Pedro Munhoz: Óskar

Skortafla ársins

Pétur: 3-1
Guttormur: 3-1
Arnþór: 3-1
Óskar: 2-2

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular