Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Andrés Þór Björnsson. Andrés er einn af eigendum Brooklyn Bar veitingastaðarins og er blátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er mikill UFC áhugamaður og birtir hér sína spá fyrir UFC 192.
Bantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Pena
Jessica Eye klárar þennan bardaga í fyrstu lotu með TKO. Með klárlega betra striking og meiri reynslu í UFC.
Þungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan Magomedov
Alvöru sleggjur hér á ferð og getur farið á báða vegu en ég held samt að Magomedov nái að rota Jordan í 2. lotu. Held að Jordan verði búinn að gasa út og reyni að taka hann niður í 2. lotu. Við það opnast tækifærið fyrir Magomedov sem rotar hann.
Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Rashad Evans
Báðir eru með mjög svipaðan stíl en ég held að tími Evans sé búinn. Tankurinn á Evans klárast eftir fyrstu lotu og Bader tekur hann hægt og bítandi, nær að hlaða inn höggum og fellum. Hann nær þó ekki að klára hann og bardaginn endar í dómaraákvörðun fyrir Bader.
Veltivigt: Johny Hendricks gegn Tyron Woodley
Þetta verður svaðalegur bardagi sem mun ekki standa lengi. Ótrúlegt en satt þá mun Woodley klára þetta með stæl í 2. lotu með TKO. Held að powerið og hraðinn í Woodley sé of mikill fyrir Hendricks. Woodley er maðurinn sem Gunni mun þurfa að kljást við einn daginn um beltið 😉
Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander Gustafsson
Held að Cormier mun eiga í vandræðum með hæðina á Gustafsson. Bardaginn mun vera fram og aftur og báðir að hala inn stigum, en cardioið er betra hjá Svíanum. Cormier mun taka hann niður en Gustafsson mun ná submission á sveittum og þreyttum Cormier. Beltið endar í Svíþjóð.