spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Björn Lúkas

Spámaður helgarinnar: Björn Lúkas

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Risabardaginn milli Jon Jones og Daniel Cormier fer fram annað kvöld á UFC 182. Af því tilefni fengum við Sleipnismanninn Björn Lúkas til að spá fyrir um úrslit bardaganna en Björn er afreksíþróttamaður í brasilísku jiu-jitsu, júdó og tækvondó.

Veltivigt: Hector Lombard gegn Josh Burkman

Flott að Josh Burkman fái annað tækifæri til að keppa í UFC. Hann er flottur gaur en hann er að fara á móti einum hættulegasta WW í UFC núna. Hector Lomard er með ótrúlegan kraft og getur klárað hvern sem er í 1. lotu og held ég að það fari þannig núna eins og oft áður. Hector með rothögg í 1. lotu.

Fluguvigt: Kyoji Horiguchi gegn Louis Gaudinot

Það er smá hype í kringum Horiguchi sem er skiljanlegt þar sem það er geggjað að horfa á hann keppa. Hann er ótrúlega öflugur og ég held að hann taki þennan bardaga snemma og éti Louis Goudinot. Kyoji Horiguchi með rothögg í 1. lotu

Millivigt: Brad Tavares gegn Nate Marquardt

Brad Tavares er góður en er ekki alveg á sama leveli og og Marquardt. Marquardt er mjög góður og mjög tæknilegur í alla staði en hefur verið óheppinn í WW og er að koma sterkur aftur í MW eftir sigurinn á James Te Huna. Ég held að Marquardt sigri þennan bardaga. Nate Marquardt með uppgjafartaki í 2. lotu.

Léttvigt: Donald Cerrone gegn Myles Jury

Vá! Þetta verður bardagi. Ef þú hefur ekki gaman af því að horfa á Cerrone keppa þá er þetta ekki rétta sportið til að horfa á. Þessi bardagi verður Fight of the night. Báðir eru alltaf í góðum bardaga og þessi verður ekkert öðruvísi. Myles tekur fyrstu lotu með því að blanda höggum og glímu en eftir fyrstu þá tekur Cerrone við og out strike-ar Myles í seinni lotunum. Donald Cerrone vinnur eftir dómaraákvörðun.

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones vs. Daniel Cormier

Við erum búin að vera að bíða og bíða eftir þessu og nú loks fáum við bardagann. Þetta er bardagi þar sem ég hef ekki hugmynd um hver á eftir að vinna. Cormier er að sjáfsögðu með betra wresling og er höggþungur en hann þarf að kljást við þessa fáránlegu lengd á Jon Jones sem hann kann að nota svo rugl vel og fjölbreytt. Ég held að Cormier muni ná að taka Jones niður en hann mun ekki ná að klára hann og eina leiðin fyrir hann til að vinna er að ná að stjórna Jones á jörðinni og fá decision win. Jones mun vera með yfirhöndina þegar þeir eru standandi en ég hef ekki hugmynd um hvernig bardaginn á eftir að spilast út. Nær Jones góðum höggum á Cormier áður en hann verður tekinn niður í lok lotunnar eða getur hann haldið Cormier frá með þessa faðmlengd? Nær Cormier kannski að taka hann strax niður og festa Jones? Ég verð að segja að ég held með Daniel Cormier í þessum bardaga og held að hann hafi verkfærin til að láta Jones líta illa út en samt heldur smá hluti af mér að það verði ekki nóg.

Jon Jones sigrar eftir umdeilda dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir korti lengi, my god.

    Ég las annars svo góðan punkt um Jones í grein um daginn; hann er einn af fáum gaurum sem er algjörlega ófeiminn við að meiða og brjóta menn niður (olnbogar í augtóftir, teep í hné, augnpot)- flestir sigrarnir hans eru TKO þar sem hann gjörsamlega eyðileggur baráttuviljann í andstæðingnum (Shogun tappaði, Rampage hætti eiginlega eftir spark í hné, Machida varð allt annar eftir olnboganna í jörðinni). Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái að brjóta DC. Manni finnst það ólíklegt, en DC hefur samt aldrei verið testaður almennilega þannig lagað.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular