spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Gunnar Nelson - UFC 167

Spámaður helgarinnar: Gunnar Nelson – UFC 167

gunni og gsp
Gunnar og George St. Pierre á æfingu

Spámaður helgarinnar að þessu sinni er UFC bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Gunnar hefur ferðast mikið vegna æfinga og keppni og meðal annars æft bæði með George St. Pierre og Johny Hendricks. Við á MMA Fréttum fengum hann til að spá fyrir um bardaga helgarinnar á UFC 167.

George St. Pierre vs. Johny Hendricks

Ég held að þetta verði mjög góður bardagi. Hendricks gæti rotað hann og það verður skemmtilegt að sjá fyrstu lotuna þar sem Hendricks er skuggalega höggþungur og mjög góður wrestler þannig að það verður ekkert leikur einn fyrir GSP að taka hann niður. Ég held samt, þrátt fyrir þetta, að GSP vinni eftir dómaraákvörðun. Hann á eftir að taka hann niður, jabba hann í andlitið standandi og taki dómaraákvörðun.

Rashad Evans vs. Chael Sonnen

Ég held að Rashad vinni, mjög góður wrestler og ég held að hann sé vanari stórum gæjum heldur en Chael. Það getur oft verið erfitt fyrir wrestlera að fara á móti stærri gaurum þannig að ég held að Rashad vinni á dómaraákvörðun.

Robbie Lawler vs. Rory MacDonald

Ég vonast til að Rory vinni. Ég held að hann gæti tekið Robbie á ground and pound á seinni stigum bardagans. Rory er svo stór og langur og bara betri alhliða bardagamaður. Hann er með gott fjarlægðarskin þannig að það verður erfitt fyrir Robbie að rota hann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular