spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Halldór Logi Valsson - UFC 181

Spámaður helgarinnar: Halldór Logi Valsson – UFC 181

Mynd: Örn Arnar Jónsson.
Mynd: Örn Arnar Jónsson.

UFC 181 fer fram annað kvöld og ætlar Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson að rýna í kristalskúlu sína og spá fyrir um úrslitin í þremur síðustu bardögum kvöldsins. Halldór Logi er einn af færustu glímumönnum landsins og einn af BJJ-þjálfurum Fenris.

Þungavigt: Brendan Schaub gegn Travis Browne

Hef aldrei verið team schaub maður .. hefur alltaf fundist hann leiðinlegur og óspennandi bardagamaður frá því ég sá hann fyrst í TUF, ekki bætti Metamoris glíman hans við Cyborg álit mitt á honum. Á hinn boginn er Browne maður sem ég hef alltaf fílað, powerhouse með stútfullt vopnabúr af fallbyssum. Maðurinn er með höku úr járni og hendur úr stáli. Spái auðveldum bardaga fyrir Travi, étur mögulega nokkur högg og rotar síðan Schaub í lotu 2.

Titilbardagi í léttvigt: Anthony Pettis gegn Gilbert Melendez

Melendez og pettis verður bardagi fyrir augað, spái hrikalega skemmtilegum bardaga þar sem Pettis mun pressa á Melendez sem mun ekki gefast upp og svara vel. Verður bardagi til síðustu sekúndu sem endar með hönd Pettis á lofti. Einróma dómaraútskurður Pettis í vil.

Titilbardagi í veltivigt: Johny Hendricks gegn Robbie Lawler

Lawler og Hendricks getur farið í báðar áttir, báðir hrikalega sterkir wrestlerar og held að þeir cancelli hvorn annan út á því sviði. Hef alltaf verið mikill Hendricks maður og elska fátt meira en þegar hann setur hökuna niður og byrjar að sveifla höndunum eins og brjálað naut. Held að þessi bardagi fari í 3.lotu en þar muni “Bigg Rigg” einmitt taka eitt svoleiðis högg sem mun hitta og slá Lawler út.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular