spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStuðlarnir hnífjafnir fyrir Conor-Poirier 3

Stuðlarnir hnífjafnir fyrir Conor-Poirier 3

Stuðlarnir fyrir þriðja bardaga Conor McGregor og Dustin Poirier eru hnífjafnir. Stuðlarnir eru síbreytilegir en Conor er sigurstanglegri hjá fleiri veðbönkum þessa stundina.

Þeir Conor og Dustin Poirier ætla að útkljá sín mál á UFC 264 þann 10. júlí. Conor rotaði Poirier í fyrsta bardaga þeirra árið 2014 en Poirier hefndi fyrir tapið með rothöggi í janúar.

Samkvæmt Best Fight Odds eru stuðlarnir mjög jafnir. Conor er örlítið sigurstranglegri hjá nokkrum veðbönkum en lægsti stuðullinn á hann er 1,87 hjá William Hill veðbankanum. Hæsti stuðullinn á sigur hjá Conor er hins vegar 1,95 hjá 5D veðbankanum.

Stuðlarnir munu án nokkurs vafa halda áfram að breytast þegar líður að bardaganum. Þegar veðbankar opnuðu fyrir veðmál á bardagann var Conor sigurstranglegri eða með stuðul í kringum 1,71 á meðan Poirier var með stuðulinn 2,20. Það hefur breyst og eru stuðlarnir mun jafnari núna.

Bardaginn verður gríðarlega spennandi og stefnir í hörku bardagakvöld þann 10. júlí. Bardagakvöldið fer fram í T-Mobile Arena í Las Vegas fyrir framan fulla höll af áhorfendum en þetta verður fyrsta UFC-bardagakvöldið í höllinni síðan UFC 248 fór fram í mars 2020.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular