Ben Askren er formlega kominn í UFC. Hann var ekki lengi að rífa kjaft við samkeppnisaðila sína í veltivigtina en nú virðist sem hann fái Robbie Lawler á UFC 233 í janúar.
Darren Till, Colby Covington, Mike Perry og fleiri bardagamenn í veltivigtinni hafa orðið fyrir barðinu á kjafti Askren á samfélagsmiðlum að undanförnu. Robbie Lawler hefur samt alveg sloppið við skítkastið en nú bendir allt til að hann verði sá sem mætir Askren í frumraun hans í UFC.
Breaking: Ben Askren vs. Robbie Lawler targeted for UFC 233 on Jan. 26 in Anaheim, per Dana White. Contracts are not signed yet from what I’m told, but UFC is working on getting it finalized. Story up soon on @ESPN.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) November 6, 2018
Miðað við heimildir ESPN fer bardaginn fram á UFC 233 þann 26. janúar í Kaliforníu. Frumraun Askren í UFC er beðið með mikilli eftirvæntingu og verður áhugavert að sjá hvað hann getur gert við sterkustu bardagamenn heims.
Robbie Lawler er fyrrum veltivigtarmeistari en hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Rafael dos Anjos í desember á síðasta ári. Lawler sleit krossband í bardaganum og hefur verið að jafna sig á þeim meiðslum.