spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞriðjudagshugleiðingar - Bellator og WSOF helgarinnar

Þriðjudagshugleiðingar – Bellator og WSOF helgarinnar

Á meðan Mark Hunt og Fabricio Werdum reyndu að rota hvorn annan í Mexíkó um síðustu helgi var ýmislegt annað um að vera í MMA heiminum. Bæði Bellator og WSOF voru með stór kvöld á þeirra mælikvarða með nokkrum bardögum sem var vert að veita athygli.

Bellator og World Series of Fighting, betur þekkt sem WSOF, eru næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Bellator hefur verið starfandi frá 2008 margir frábærir bardagamenn barist þar svo sem Hector Lombard og Eddie Alvarez. WSOF var stofnað árið 2012 og hefur helst verið að sanka að sér gömlum UFC bardagamönnum á borð við Jon Fitch, Yushin Okami og síðast Melvin Guillard.

WSOF

Í WSOF 15 varði Jessica Aguilar titil sinn í strávigt kvenna á móti hinni hörðu Kalindra Faria. Bardaginn var nokkuð fjörugur og fór allar fimm loturnar en Aguilar sigraði að lokum á dómaraákvörðun. Næst var áhugaverður bardagi í léttvigt á milli ríkjandi meistarans Justin Gaethje og Melvin Guillard en Guillard sigraði sinn fyrsta WSOF bardaga í júlí eftir að hafa verið vikið úr UFC í mars. Fyrir bardagann hafði Guillard talað mikið um að vera yfir WSOF hafinn og mætti í þokkabót of þungur (hann var það líka síðast) og bardaginn varð 159 punda “catchweight” bardagi og titillinn því ekki í húfi. Guillard virkaði flatur í bardaganum en meistarinn stóð sig mjög vel með mikilli pressu og góðum spörkum í fætur Guillard. Gaethje sigraði að lokum á stigum og Guillard virkaði niðurlægður.

wsof15

Í aðalbardaga kvöldsins skoraði annar fyrrum UFC bardagamaður, Yushin Okami, á ríkjandi WSOF meistara David Branch. Bardaginn fór fram í millivigt. Branch er lítið þekktur en hann er með svart belti í jiu-jitsu undir Renzo Gracie og hefur sigrað 15 af 18 MMA bardögum sínum. Bardaginn fór fram standandi og var frekar jafn þar til Branch kom inn rétta högginu og kláraði Okami með höggum á gólfinu í fjórðu lotu.

Bellator

Bellator 131 fór fram í San Diego, Kaliforníu. Muhammed ‘King Mo’ Lawal byrjaði kvöldið á að valta yfir Joe Vedepo sem átti lítið erindi í að vera í búrinu með honum. Mike Richman fylgdi eftir með óvæntu 46 sekúndna rothöggi á Nam Phan sem er sennilega ekki á leiðinni í UFC aftur. Næstir voru tveir rosalegir sparkboxarar, Melvin Manhoef og Joe Schilling, sem höfðu engan áhuga á gólfinu. Eftir spennandi en jafna fyrstu lotu hóf Schilling árás í annarri lotu og rotaði Manhoef með fullkomnu höggi. Monhoef féll eins eins timbur.

schilling

Á eftir rothöggi Schilling var sá bardagi sem flestir biðu eftir, þ.e. annar bardagi Michael Chandler og Will Brooks. Brooks vann fyrsta bardagann en margir bjuggust við að Chandler myndi mæta til leiks með betri leikáætlun og sigra. Bardaginn var nokkuð jafn og Chandler gekk betur en síðast þar til Brooks náði inn þungu höggi sem gjörsamlega sló Chandler út af laginu. Það var skrítið að sjá þetta en Chandler einfaldlega hætti að berjast og bardaginn var stoppaður nokkrum sekúndum síðar. Í aðalbardaga kvöldsins börðust gömlu brýnin Tito Ortiz og Stephan Bonner í þrjár hægar lotur. Ortiz sigraði verðskuldað í allt í lagi bardaga og tók víst um það bil helming allra launagreiðslna kvöldsins, óverðskuldað.

Í lokin er vert að minnast á að besti boxari í heiminum í dag í þungavigt barðist á laugardaginn. Þungavigtin hefur sjaldan verið lélegri í hnefaleikum en hér mætti Wladimir Klitschko andstæðingi, Kubrat Pulev, sem var talinn af flestum vera hans helst ógn. Klitschko lét það hins vegar lítið á sig fá, sló Pulev fjórum sinnum niður og stoppaði hann að lokum í fimmtu lotu. Núna væri góður tími fyrir nýjan Mike Tyson að koma upp á yfirborðið.

klitscko

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular