Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaÞrír sigrar hjá Reykjavík MMA um helgina

Þrír sigrar hjá Reykjavík MMA um helgina

Mynd: Reykjavík MMA.

Gunnar Nelson var ekki eini Íslendingurinn sem barðist um helgina. Reykjavík MMA var með þrjá keppendur á Evolution of Combat bardagakvöldinu í Morecombe á Englandi og komu heim með þrjá sigra í farteskinu.

Um áhugamannabardaga var að ræða en þau Dagmar Hrund, Hrafn Þráinsson og Aron Kevinsson börðust öll fyrir hönd Reykjavík MMA á kvöldinu. Dagmar Hrund (1-1 fyrir bardagann) var fyrst en hún mætti Charlie Burke (0-1 fyrir bardagann). Dagmar náði fellu í 1. lotu og tók þá lotu. Önnur lota var jafnari þar sem Burke reyndi „guillotine“ hengingu en Dagmar varðist vel. Í 3. lotu náði Dagmar aftur fellu þar sem hún endaði lotuna í „mount“ og vann þá lotu örugglega. Öruggur og góður sigur hjá Dagmar eftir dómaraákvörðun.

Næstur af íslensku keppendunum var Hrafn Þráinsson. Þetta var fyrsti MMA bardagi Hrafns en hann mætti Sean Elliot. Hrafn byrjaði vel og náði snemma fellu í 1. lotu. Þar náði hann bakinu og lét nokkur högg dynja á honum. Hrafn með fulla stjórn en náði ekki að klára. Í 2. lotu náði Hrafn flottri fellu sem hann setti upp með höggum. Í þetta sinn náði Hrafn að klára bardagann með klassísku „rear naked choke“ í 2. lotu. Vel gert hjá Hrafni!

Síðastur af íslensku keppendunum var Aron Kevinsson (1-1 fyrir bardagann). Aron mætti Ross Newbigging í léttvigt. Þeir byrjuðu á að skiptast á höggum standandi en Aron lenti síðar undir í gólfinu. Þar náði Ross nokkrum höggum í gólfinu á meðan Aron var á bakinu með Ross í „guardinu“ sínu. Skömmu síðar náði Aron að læsa „triangle“ hengingu og skipti svo yfir í armlás. Aron setti allt í að klára armlásinn og tókst þegar ein sekúnda var eftir af lotunni! Glæsilega gert hjá Aroni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular