0

UFC bókar aftur titilbardaga Kamaru Usman og Gilbert Burns

Næsta titilvörn Kamaru Usman verður gegn Gilbert Burns í febrúar. UFC hefur átt í vandræðum með að bóka bardagann en nú er komin dagsetning.

Veltivigtarmeistarinn Kamaru Usman barðist síðast í júlí þegar hann sigraði Jorge Masvidal. Upphaflega átti Usman að mæta Burns þá en aðeins viku fyrir bardagann greindist Burns með Covid.

UFC reyndi að setja bardagann aftur saman í desember en Usman var ekki búinn að ná sér af meiðslum og var bardaginn aldrei staðfestur. Usman hefur verið að glíma við meiðsli um tíma en er nú tilbúinn að mæta aftur í búrið.

Bardagi Usman og Burns verður á UFC 258 þann 13. febrúar en þeir hafa mikið æft saman hjá Sanford MMA á síðustu árum. Usman er núna kominn til Team Elevation í Colorado hjá Trevor Wittman.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.