0

Valgerður með tap eftir dómaraákvörðun

Valgerður Guðsteinsdóttir barðist fyrr í kvöld titilbardaga í Noregi. Valgerður mætti hinni norsku Katarina Thanderz en tapaði eftir dómaraákvörðun.

Þetta var stærsta stund í íslenskri hnefaleikasögu en aldrei áður hefur íslenskur boxari keppt í svo stórum bardaga. Barist var upp á svokallaðan „International title“ hjá WBC sambandinu en Valgerður fékk bardagann með 10 daga fyrirvara. Beltið er það næststærsta sem hægt er að keppa um hjá WBC en WBC er eitt af fjórum stóru samböndunum í boxheiminum.

Valgerður virkaði afslöppuð er hún gekk inn í hringinn og sömuleiðis Katarina sem brosti út að eyrum er hún gekk inn í hringinn. Þjóðsöngur beggja var spilaður áður en bardaginn byrjaði en bardagakvöldið. Ýmis skemmtiatriði litu dagsins ljós á milli atriða en mörg þeirra þóttu ansi undarleg.

Bardaginn var nokkuð jafn en Katarina náði fleiri höggum inn í flestum lotum bardagans. Valgerður virkaði höggþyngri og náði nokkrum ansi góðum í 3. lotu. Þegar leið á bardagann var hraðamunurinn meira áberandi en Katarina var snögg og náði fínum höggum inn. Valgerður var þó brosandi allan bardagann.

Valgerður kláraði 8. og síðustu lotuna af miklum krafti og lét vel finna fyrir sér. Bardaginn var nokkuð jafn og sýndi Valgerður að hún á klárlega heima á þessu getustigi. Þrír dómarar kvöldsins skoruðu bardagann 78-74 Katarinu í vil og sá fjórði 79-73. Katarina vann því eftir einróma dómaraákvörðun og er hún nú 8-0 á ferli sínum sem atvinnuboxari.

Valgerður (3-1) getur vel við unað eftir bardagann. Hingað til hefur hún bara farið fjórar lotur á ferli sínum, yfirleitt snemma á kvöldinu en fór nú í gegnum átta lotur gegn hörku andstæðingi og það í aðalbardaga kvöldsins. Hörku reynsla fyrir Valgerði í hörku bardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply