spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero mætir Robert Whittaker um bráðabirgðartitilinn á UFC 213

Yoel Romero mætir Robert Whittaker um bráðabirgðartitilinn á UFC 213

Millivigtarmeistarinn Michael Bisping getur ekki varið beltið sitt á næstunni. UFC hefur því sett saman enn einn bráðabirgðartitilinn.

Þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í millivigtinni í fjarveru meistarans Bisping. Michael Bisping er að glíma við hnémeiðsli og verður ekki tilbúinn fyrr en seint á þessu ári. Bisping varði síðast beltið sitt í október er hann sigraði Dan Henderson eftir dómaraákvörðun.

Bardagi Romero og Whittaker verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 213 þann 8. júlí en þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko berjast um bantamvigtartitil kvenna í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw að vera í aðalbardaga kvöldsins en nú er staðfest að Garbrandt sé meiddur.

Yoel Romero hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC en síðast sáum við hann rota Chris Weidman á UFC 205 í nóvember. Fjórir af þessum sigrum hafa verið eftir rothögg.

Robert Whittaker hefur unnið alla sex bardaga sína síðan hann færði sig upp í millivigt. Þar hefur hann leikið á alls oddi og verið gríðarlega sannfærandi í sigrum sínum. Besti sigurinn kom í hans síðasta bardaga í apríl þegar hann kláraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi.

Það er nokkur aldursmunur á þeim Romero og Whittaker en Romero er fertugur á meðan Whittaker er 26 ára.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular